Fótboltafréttir

3. flokkur kvenna gerði góða ferð á Akureyri

Stelpurnar voru að spila fyrsta æfingaleik sinn á þessum vetri og þær réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en þær fóru í Bogann og mættu liði Þórs sem hefur verið eitt af 4 bestu liðum landsins í þessum flokki undanfarin ár.
Lesa meira

Konráð Freyr Sigurðsson valinn í æfingahóp U-19

Kristinn Rúnar Jónsson landsliðsþjálfari U-19 hefur valið 29 manna æfingahóp sem kemur saman í Kórnum , Kópavogi núna á laugardaginn. Tindastóll er með einn fulltrúa í þessum hóp. Sá heitir Konráð Freyr Sigurðsson en hann á ekki langt að sækja fótboltahæfileikana og áhugan en pabbi hans er Siggi Donna og bróðir hans Donni.
Lesa meira

Tindastóll í Riðli 1 í Lengjubikarnum

Búið er að draga í riðla í lengjubikarnum sem hefst í Febrúar. Tindastóll er eins og í fyrra í efsta styrkleikaflokk í Lengjubikarnum og fær eftir því sterka mótherja í þessu undirbúningsmóti. Meðal liða verða FH, Fylkir, ÍBV og Víkingur Ólafsvík...
Lesa meira

M.fl.karla

Búið er að raða niður í riðla í Lengjubikarnum 2013. Tindastóll er í riðli með Fylki, FH, Víkingum Ól., ÍBV, Grindavík, BÍ/Bolungarvík og Fjölni.
Lesa meira

M.fl.karla og kvenna

Meistaraflokkar Tindastóls stóðu í ströngu síðustu daga en liðin voru á höfuðborgarsvæðinu að spila sína fyrstu leiki á löngu undirbúningstímabili fyrir keppnistímabilið 2013.
Lesa meira

HAMINGJUÓSKIR

Knattspyrnudeild Tindastóls óskar körfuboltamönnum til hamingju með sigurinn um helgina.
Lesa meira

Rúnar með debut-mark

Rúnar Sigurjónsson Króksari og fyrrv. leikmaður Tindastóls spilaði sinn fyrsta landsleik gegn Andorra á Miðvikudaginn. Rúnar er samningsbundinn Val í dag, en miklar líkur eru á því að drengurinn verði kominn útí atvinnumennskuna áður en langt um líður. Við óskum Rúnari auðvitað til hamingju með landsleikinn og markið.
Lesa meira

Knattspyrnustjóri yngri flokka

Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir hefur verið ráðin knattspyrnustjóri yngri flokka Tindastóls.
Lesa meira

U21 ára landslið Íslands

Bræðurnir Árni og Atli Arnarsynir hafa verið valdir til að taka þátt í æfingum U21 liðs karla í knattspyrnu en hópurinn æfir um helgina á höfuðborgarsvæðinu.
Lesa meira

Töfluröð fyrir tímabilið 2013

Í dag var dregið í töfluröð fyrir 1. deildina á komandi leiktíð. Fyrsti leikur Tindastóls er heimaleikur en þá kemur lið Leiknir í heimsókn. Síðasti leikur tímabilsins er einnig heimaleikur en þá kemur BÍ/Bolungarvík á Krókinn.
Lesa meira