Gisting

Liðin skulu öll mæta í móttöku í Árskóla ( opnar 18:00 á föstudag ) og fá þar upplýsingar um gistingu og lykla að húsnæðum.

Gististaðir félaga eru gefnir út á facebook síðu mótsins

Gisting á tjaldsvæði:

Tjaldsvæðinu á Nöfum á Sauðárkróki verður skipt upp miðað við þær fjöldatakmarkanir sem verða í gildi þegar mótið fer fram. Mikilvægt er að þeir sem hyggjast nýta tjaldsvæðið hafi samband við rekstraraðila og bóki gistingu í síma 899 3231.

Gjald fyrir helgina fyrir hvern gest 13 ára og eldri er kr. 2.500

Greitt er sérstaklega fyrir rafmagn kr. 800 á dag

Greiða þarf fyrirfram fyrir hvern einstakling/tjald við bókun og skrá viðkomandi á svæði.

Tjaldsvæðamál eru alfarið í höndum Hildar og Halldórs: 899-3231 og skulu öll mál varðandi tjaldsvæði fara til þeirra.
Tjaldstæði eru uppi á Nöfum og á Flæðunum norðan við Sundlaugina- góð svæði með rafmagni.
Til að fara upp á Nafir er ekið upp hjá kirkjunni, upp Kirkjuklauf og svo suður Nafirnar. Sjá kort hér.

Einnig eru hótel og gistiheimili í Skagafirði.

Hægt er að nálgast upplýsingar um gististaði hjá Upplýsingamiðstöð ferðamála í Varmahlíð í síma 455-6161, á netfanginu info@skagafjordur.is og á heimasíðunni www.visitskagafjordur.is

Gististaði er hægt að finna á: http://www.visitskagafjordur.is/en/where-to-stay