Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið á Sauðárkróki

Góðan daginn kæru þátttakendur og gestir á Króksmóti Tindastóls í ár.
 
Hér meðfylgjandi eru upplýsingar frá tjaldstæðarekendum í Skagafirði varðandi gistingu á tjaldstæði meðan á móti stendur. 
 
Til að hægt sé að taka á móti þeim fjölda fólks sem kemur á þessi mót er nauðsynlegt að allir sem vilja tjaldstæði skrái sig og fyrirfram greiði síðasta lagi viku fyrir mót.  Ekki er hægt að tryggja þeim sem ekki fyrirfram panta tjaldstæði pláss eða rafmagn, þó að við að sjálfsögðu gerum okkar besta til að koma til móts við gesti sem okkur heimsækja.  Þetta virkar þannig að búa þarf til sérstakt tjaldstæði fyrir þessi mót (svæði, klósett, rafmagn og fl. sem setja þarf upp). og því er nauðsynlegt fyrir okkur að vita sem næst því hversu margir munu þurfa að nýta sér tjaldsvæðið. 
Verð per fullorðinn er 2800 kr helgin, frítt fyrir börn 12 ára og yngri. Rafmagn er 1000 kr sólahringurinn. 
 
Endilega sendið þennan póst út ásamt meðfylgjandi link á alla þá sem eru skráðir á mótið :) Ef einhverjar upplýsingar vantar má hafa samband við okkur í síma 899-3231.
 
 
 
Hlökkum til að sjá ykkur, 
Hildur og Halldór, Tjöldum í Skagafirði