Afþreying fyrir gesti

Afþreying í Skagafirði

 

Golfvöllur

Hlíðarendavöllur er 9 holu golfvöllur staðsettur uppi á nöfum, sjá nánar á heimasíðu Gólfklúbbs Skagafjarðar www.gss.is    

 

Litliskógur – gönguleiðir - Frisbígolfvöllur

Skógurinn er staðsettur fyrir aftan Heimvistina eða Hótel Miklagarð, nafnið sem heimavistin ber á sumrin. Margir stígar liggja í Litla skóg og því hægt að finna skemmtilegar gönguleiðir þar. Einnig er Frisbígólfvöllurinn staðsettur í Litla skóg. Gömul sundlaug er staðsett innarlega í skóginum, þar sem krökkum þykir skemmtilega að busla í á sólríkum sumardegi.

 

Sund

Í Skagafirði eru nokkrar sundlaugar, þrjár stærstu sundlaugarnar eru á Sauðárkróki, Varmahlíð og Hofsósi.

 

Fjaran – sandarnir

Fjaran teygir sig frá Sauðárkróki og alla leið að ósi Héraðsvatna og er um 5 km löng. Fjaran er vinsælt göngusvæði og þar er m.a hægt að sjá bátsflak Ernunnar.

 

Ærslabelgur

Er staðsettur sunnan við sundlaugina á Sauðárkróki og er opin frá kl. 10:00-22:00. Minnum á að fara eftir reglum.

 

Krossarabraut

Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar heldur úti Krossarabraut sem staðsett er uppi á Gránumóum, nyrst í bænum. 

 

Puffin and Friends

Sýning um lundann í Skagafurði og hvernig hlýnun jarðar hefur haft áhrif á lífríkið. Sýningin er sambland af sýndarveruleika, uppstillingum og kvikmyndum. Opið er frá 12:00-16:00 um helgar en 12:00-17:00 á virkum dögum. Hægt er að bóka hópa utan opnunartíma í síma 892-7707.

 

 1238: Baráttan um Ísland

Þar sem gestum býðst m.a. að taka þátt í sögu Sturlungaaldar með hjálp nýjustu tækni í miðlun og sýndarveruleika. Þar er einnig hægt að ganga í gegnum flugmýri á meðan hún brennur og máta miðaldarfatnað

Opið alla daga frá kl. 10:00-17:00

Í húsinu er einnig upplýsingamiðstöð og veitingarhúsið Grána.

 

Glaumbær

Mannlíf í torfbæjum – sýning í gamla bænum í Glaumbæ, staðsett rúmlega 15 km frá Sauðárkróki í suður.

Opið alla daga frá kl. 10:00-18:00