Vormót 2016

Vormót 2016

Vormót Tindastóls verður haldið sunnudaginn 29. maí í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Keppendur koma frá Akureyri, Blönduósi og Reykjavík. Mótið hefst með sameiginlegri æfingu keppenda klukkan 10:00 og mótið sjálft hefst um klukkan 11:30. Mótið er aðallega ætlað þeim sem eru tíu ára og yngri en eldri keppendur geta einnig skráð sig. Mótsgjald er 2.000 kr á keppenda og greiðist á mótsstað fyrir mót. Tekið er á móti skráningum á judo@tindastoll.is með nafni og þyngd keppenda. Skráningarfrestur er til mánudagsins 23. maí. Eftir mót verður keppendum boðið upp á grillað lambakjöt og meðlæti. Þeir sem hafa áhuga á því að bjóða fram hjálparhönd við mótshald geta láið vita á judo@tindastoll.is eða meldað sig á mótsstað.

Jólamót 2016

Jólamót 2016

Hið árlega jólamót júdódeildarinnar verður að þessu sinni haldið mánudaginn 19. desember í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Mótið byrjar klukkan 17:00 og mótslok eru áætluð upp úr klukkan 19:30. Allir keppendur fá gullpening að loknu móti og verða pítsur á boðstólnum fyrir keppendur eftir mót ;) Aðstandendur og gestir eru velkomnir að koma og fylgjast með -- hvað er betra en að gera smá hlé á jólaundirbúningnum og fylgjast með keppni í júdó! Sjáumst!