Mót-Markmið

Í mótaskrá JT má finna mót sem JT stefnir á að keppa í. Ef það eru önnur mót sem iðkendur vilja keppa í eru þeir beðnir um að hafa samband við Anniku (yfirþjálfari). Við hvetjum alla iðkendur til að taka þátt í keppnum. Aðalmarkmiðið er ekki að vinna heldur að fá reynslu í keppni. Í keppni er hægt að læra meira júdó, læra að vinna og tapa og styðja félaga sína. Við aðstoðum ef einhvern vantar far eða gistingu en almennt verða iðkendur og/eða foreldrar að sjá um það.