Króksmót

Króksmót FISK Seafood hefur verið haldið í áraraðir á Sauðárkróki en mótið er fyrir stráka í 6. og 7 .flokki.  Árið 2019 verður mótið haldið dagana 10.-11. ágúst.  Allir leikir fara fram á aðalíþróttasvæðinu í hjarta bæjarins.  Gisting er í skólum sem eru við hlið vallarsvæðisins og eins er boðið upp á tjaldsvæði á svokölluðum Nöfum ofan við íþróttasvæðið.

Þátttökugjald fyrir hvern einstakling er kr. 9.500 fyrir mót og aukalega kr.2.000 ef gist er í skóla. Staðfestingargjöld fyrir hvert lið eru kr.5000 sem dragast ekki frá mótsgjaldi. Loks er frítt fyrir alla þjálfara en hálft  liðsstjóragjald fylgir hverju skráðu liði. Með öðrum orðum er borgað 4750 kr. fyrir einn liðsstjóra með hverju skráðu liði en séu þeir fleiri þarf að greiða fullt gjald.

Facebook síða mótsins er hér: https://www.facebook.com/kroksmot/

DCIM100MEDIA