Króksmót

Króksmót FISK Seafood hefur verið haldið í áraraðir á Sauðárkróki en mótið er fyrir stráka í 6. og 7 .flokki.  Árið 2017 verður mótið haldið dagana 12.-13. ágúst.  Allir leikir fara fram á aðalíþróttasvæðinu í hjarta bæjarins.  Gisting er í skólum sem eru við hlið vallarsvæðisins og eins er boðið upp á tjaldsvæði á svokölluðum Nöfum ofan við íþróttasvæðið.

Þátttökugjald fyrir hvern einstakling er kr. 8.500 fyrir mót + 1.000 í staðfestingargjald (5.000 á lið) og 2.000 ef gist er í skóla.

Frekari upplýsingar: kroksmot.wordpress.com og facebook.com/kroksmot

DCIM100MEDIA