Æfingargjöld og iðkendaskráning

Æfingagjöld                                                                               

- Systkinaafsláttur er 25%                                                                                           
- Ef þið eigið rétt á og viljið nýta ykkur Hvatapeninga sveitarfélagsins Skagafjarðar þá er einungis hægt að greiða í gegnum kerfið okkar.

Allar skráningar iðkenda fara fram í gegnum Sportabler kerfið hér þar inni eru allar upplýsingar sem við höfum um iðkendurnar okkar eins og tölvupóst, símanúmer ofl. Þessar upplýsingar fara svo áfram til þjálfara þess hóps sem iðkandi ykkar er í. Við viljum því biðja ykkur að yfirfara þessar upplýsingar og passa að þær séu réttar um leið og þið skráið ykkar iðkanda.

Nokkrir hlutir sem gott er að hafa í huga þegar gengið er frá æfingagjöldum.

1. Hægt er að fá æfingagjöldunum skipt í allt að 3 greiðslur á heimabanka eða á kreditkort. Athugið að ef þið veljið að fá æfingagjöldin inn á heimabanka þá bætist við seðilgjald (390kr) á hvern seðil. Ef seðillinn er ekki greiddur fyrir eindaga þá fer hann sjálfkrafa í innheimtu hjá Motus. Þannig að hafið samband tímanlega ef þið sjáið fram á að geta ekki greitt á réttum tíma.

2. Athugið að fyrir fyrsta barn er greitt fullt gjald í kerfinu. 25% afslátturinn af fyrsta og öðru barni kemur svo til frádráttar af æfingagjöldum barns númer tvö, þrjú o.s.frv.

3. Hvatapeningurinn/Frístundarstyrkur er nýttur með því að haka í "Frístundastyrk" á síðunni þar sem greiðslufyrirkomulag er ákveðið. Ath. að ráðstafaður Hvatapeningur / Frístundarstyrkur sveitarfélaga er ekki endurgreiddur.

4. Ef þið lendið í vandræðum þá er hægt að hafa samband við gjaldkera Frjálsíþróttadeildar Tindastóls á netfanginu: karfa-unglingarad@tindastoll.is

5. Til að hægt sé að nýta hvatapeninga og skipta greiðslum er nauðsynlegt að skrá barnið fyrir auglýsta skráningartíma. Eftir það leggst 2.000 kr. skráningargjald ofan á æfingagjöldin hjá þeim sem þarf að handskrá.

6. Æfingagjöld verða ekki endurgreidd nema í sérstökum tilfellum. Til dæmis ef um langvarandi veikindi er að ræða. Sendið fyrirspurn á karfa-unglingarad@tindastoll.is

 

Hvatapeningur Skagafjarðar

Börn 5-18 ára með lögheimili í Skagafirði geta ráðstafað frístundastyrk að upphæð 40.000 kr fyrir árið 2023.
Sendið tölvupóst á karfa-unglingarad@tindastoll.is fyrir nánari upplýsingar.

SKAGAFJÖRÐUR LEISURE GRANT

Children from 5-18 years old who have legal residency in SKAGAFJÖRÐUR can use a leisure grant of up to 40.000 kr for the year 2023.

Send an email to karfa-unglingarad@tindastoll.is for more information