3. flokkur kvenna gerði góða ferð á Akureyri

Leikurinn var jafn frá fyrstu mínútu og fyrsta markið kom frá okkar stelpum eftir um 20 mínútna leik þar var að verki Kolbrún Ósk Hjaltadóttir með góðu skoti utan úr teig. Eftir markið gáfu okkar stelpur mikið eftir og Þór tók völdin á vellinum og náði að jafna rétt fyrir hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks komust Þórsstelpur svo yfir og voru mikið líklegri en við til að bæta við. En síðustu 20 mínútur leiksins tóku okkar stelpur leikinn yfir og voru tvisvar óheppnar að jafna ekki áður en Hugrúnu Pálsdóttur tókst að jafna eftir að hafa fylgt á eftir góðri sókn. Leikurinn kláraðist svo án þess að liðin fengju góð færi. En frábær leikur hjá okkar stelpum sem hafa undanfarin ár verið a draga jafnt og þétt á Þórsstelpurnar og í dag sýndu þær að þær eru fullsamkeppnishæfar við þær.