Reglur

Leikreglur

5 leikmenn eru inni á leikvelli í hverju liði í senn.

Leiktími er 2 x 8 mínútur, hálfleikur er í 1-2 mínútur.

Upphafsspyrnur og útspörk:

  • Ekki má skora úr innkasti, upphafsspyrnu eða beint úr útsparki (þegar markmaður heldur á boltanum og sparkar út) jafnvel þó markmaður verji hann inn.

  • Þegar markmaður byrjar með boltann við markspyrnu á andstæðingurinn að bakka aftur fyrir miðju.

Sending til baka:

  • Markmaður MÁ alltaf taka bolta með höndum innan vítateigs ef sent er til baka á hann.

Aukaspyrnur:

  • Allar aukaspyrnur eru beinar og má skora beint úr þeim.

  • 6 m í vegg.

Innköst:

  • Innspörk skulu tekin með því að annað hvort rekja boltann af stað frá hliðarlínunni eða með því að senda boltann, ekki má þó senda háar sendingar.

 

Vítaspyrnur:

  • Eru teknar á vítateigslínu fyrir miðju marki.

Annað:

  • Engin úrslit verða skráð með meira en 3ja marka mun þó leikir vinnist stærra. (7-0 sigur er skráður 3-0 og 7-1 sigur skráður 4-1 og svo fr.v.)

  • Skoruð mörk skipta ekki máli í lokin heldur markamunur (munur á skoruðum mörkum og fengnum á sig).

  • Ef lið verða jöfn að stigum í lokin ræður innbyrðis viðureign, eftir það markamunur (m.v. +3 regluna) og þá fjöldi skoraðra marka. Ef enn er jafnt verður varpað hlutkesti.

Ef leiðrétta þarf úrslit skal koma þeim skilaboðum áfram til mótsnefndar í síma 845-2261 eins fljótt og auðið er.