Minningarsjóður um Rúnar Inga Björnsson

Rúnar Ingi Björnsson var efnilegur íþróttamaður hjá UMF Tindastóli.  Hann lést ungur að aldri.  Foreldrar hans stofnuðu minningarsjóð í hans nafni sem hefur styrkt afreksfólk og afrekshópa, bæði til ferðalaga og keppni. 

Stjórn sjóðsins samanstendur af formanni UMF Tindastóls, skólastjóra Árskóla og sóknarpresti Sauðárkrókskirkju.  Umsóknir um styrk úr minningarsjóðinum þurfa að berast formanni UMF Tindastóls á tölvupósti á netfangið tindastoll@tindastoll.is.  Fyrir aðalfund á hverju ári hittist stjórnin og fer yfir umsóknir.  Þær sem eru samþykktar koma til úthlutunar á aðalfundi félagsins.

Minningarkort eru til sölu í Blóma og gjafabúðinni á Sauðárkróki.