Leikreglur
Leiktími 2 x 8 mín, hálfleikur 1 - 2 mínútur.
5 leikmenn inn á leikvelli í hverju liði.
Bolti #3
Upphafsspyrnur og útspörk:
- Ekki má skora úr innkasti, upphafsspyrnu eða beint úr útsparki (þegar markmaður heldur á boltanum og sparkar út), jafnvel þó markmaður verji hann inn.
Sending til baka:
- Markmaður MÁ alltaf taka bolta með höndum innan vítateigs ef sent er til baka á hann,.
Aukaspyrnur:
- Allar aukaspyrnur eru beinar og má skora beint úr þeim.
- 6 m. í vegg.
Vítaspyrnur:
- Eru teknar á vítateigslínu fyrir miðju marki.
Annað:
- Engin úrslit verða skráð með meira en 3ja marka mun þó leikir vinnist stærra. (7-0 sigur er skráður 3-0 og 7-1 sigur skráður 4-1 og svo fr.v.)
- Skoruð mörk skipta ekki í lokin heldur markamunur (munur á skoruðum mörkum og fengnum á sig).
- Ef lið verða jöfn að stigum í lokin ræður innbyrðis viðureign, eftir það markamunur (m.v. +3 regluna). Ef enn er jafnt verður varpað hlutkesti