Reglur

Reglur

Reglur á Króksmóti

Leiktími 2 x 9 mín (hálfleikur um 1 mínúta)

5 leikmenn inn á leikvelli í hverju liði.

Bolti #3

Upphafsspyrnur og útspörk:

 • Ekki má skora úr innkasti, upphafsspyrnu eða beint úr útsparki (þegar markmaður heldur á boltanum og sparkar út), jafnvel þó markmaður verji hann inn.

Sending til baka:

 • Markmaður MÁ alltaf taka bolta með höndum innan vítateigs ef sent er til baka á hann.

Aukaspyrnur:

 • Allar aukaspyrnur eru beinar og má skora beint úr þeim.
 • 6 m. í vegg.

Vítaspyrnur:

 • Eru teknar á vítateigslínu fyrir miðju marki.

 

Annað:

 • Engin úrslit verða skráð með meira en 3ja marka mun þó leikir vinnist stærra. (7-0 sigur er skráður 3-0 og 7-1 sigur skráður 4-1 og svo fr.v.)
 • Skoruð mörk skipta ekki í lokin heldur markamunur (munur á skoruðum mörkum og fengnum á sig).

 • Ef lið verða jöfn að stigum í lokin ræður innbyrðis viðureign, eftir það markamunur (m.v. +3 regluna). Ef enn er jafnt verður varpað hlutkesti.
 • Í úrslitaleikjum og krossspili (þar sem úrslit þurfa að nást til að ákvarða næsta leik) er spilað 1×4 mín. með aðeins 4 leikmönnum (3 útispilurum) og gullmark. Liðið sem skorar vinnur leikinn. Ef það er ekki skorað eftir 4 mínútur er hlutkesti varpað af dómara til þess að ákvarða sigurvegara.

8.flokkur

Samhliða mótinu munum við setja upp 8.flokksmót (börn sem ekki hafa hafið grunnskólagöngu) ætlað þeim systkinum keppenda (á aldrinum u.þ.b. 4-5 ára) sem leika ekki með liði á mótinu. Leikið verður á laugardeginum á milli kl. 14:00 og 16:00.

Verðið er kr. 2000.- og allir þátttakendur fá verðlaunapening.

Skráning fer fram í sjoppunni á laugardagsmorgni og lýkur klukkan 12.00 á laugardeginum. Nánari upplýsingar um mótið er hægt að nálgast hjá starfsólki mótsins í íþróttahúsi.

Leiðbeiningar til foreldra:

Við í mótsstjórninni viljum beina því til foreldra og stuðningsmanna að muna að aðalatriðið er ekki að vinna heldur að vera með.  Of mikil áhersla á keppni á unga aldri getur haft neikvæð áhrif á börn.  Auðvitað er mikilvægt að við styðjum börnin okkar en best er að gera það á jákvæðan hátt.

Gott er að hafa eftirfarandi í huga:

 1. Þetta eru börn.
 2. Þetta er leikur.
 3. Foreldrar eiga að hvetja alla, vera jákvæð og tala vel um dómarann, andstæðinga, þjálfara eða samherja.
 4. Gefum þjálfurum næði til að sinna sínu starfi.
 5. Dómararnir eru að gera sitt besta.
 6. Þú og barnið þitt eru ekki að spila á HM og að sigra leikinn er ekki höfuðatriði. Látum strákana okkar í landsliðinu um að vinna HM ;)

ATH. Hundar eru bannaðir á vallarsvæðinu.