Fótboltafréttir

Úrslit Landsbankamótsins

Landsbankamótið er á enda og þökkum við gestum og þeim fjölmörgu sem komu að mótinu og gerðu þetta að veruleika. Mótið tókst mjög vel og flestir fóru glaðir heim frá Sauðárkróki. Úrslit mótsins eru eftirfarandi:
Lesa meira

Jafntefli á Sauðárkróksvelli

Loksins kom að því að spilað var á aðalvellinum. Aðalvöllurinn var eins og flestir hafa tekið eftir, verst farni völlur landsins eftir síðasta vetur. Miðjuvellirnir lítið skárri og aðstaðan þessa fyrstu tvö mánuði tímabilsins verið til háborinnar skammar. En í stuttu máli endaði leikurinn í gær 2-2 þar sem Steven Beattie skoraði tvö úr vítaspyrnum.
Lesa meira

Sanngjarn sigur á Haukum 2-1

Tindastólsstelpur spiluðu við Fram á heimavelli og mættu svo Haukum á útivelli. Næsti leikur er á móti Álftanesi miðvikudaginn 26. júní kl. 19:00 á Sauðárkróksvelli.
Lesa meira

Landsbankamótsfundur

Boðuð eru: Aðalstjórn knattspyrnudeildar, Barna- og unglingaráð, foreldraráð, fulltrúar m.fl. ráða karla og kvenna.
Lesa meira

Strákarnir dottnir úr bikarnum - Næsti leikur á morgun gegn KF

Strákarni duttu úr bikarnum á miðvikudaginn með 2-1 tapi gegn Reykjavíkur Víkingum. Næsti leikur er á morgun gegn nágrönnum okkar í Fjallabyggð. Leikurinn verður spilaður á Ólafsfjarðarvelli og hefst leikurinn kl:14:00. Mætum og styðjum strákana til sigur.
Lesa meira

Spilað á Blönduósi

Annar "heimaleikur" tímabilsins fer fram á Blönduósi á föstudaginn. En fyrsti heimaleikurinn fór fram í Boganum. Mikilvægur leikur framundan hjá strákunum í M.fl karla gegn Fjölni og hvetjum við alla til þess að rúlla yfir fjallið og hvetja strákana áfram. Leikurinn hefst kl:19:15 á föstudaginn
Lesa meira

Svekkjandi jafntefli í Ólafsvík

Það var 7 stiga hiti og norðaustan gola þegar leikur Tindastóls og Víkings Ólafsvík byrjaði, völlurinn grænn, fagur og blautur, fótbolta aðstæður mjög góðar. Byrjunarlið Tindastóls: Bryndís Rut (M), Sunna Björk (F), Guðrún Jenný, Snæbjört, Ólína Sif, Guðný Þóra, Carolyn Polcari, Rakel Svala, Svava Rún, Leslie Briggs og Rakel Hinriks.
Lesa meira

Tap gegn Grindavík

Tindastóll tapaði sínum fyrsta leik í 1.deildinni í ár þegar Grindvíkingar unnu full stóran sigur 4-1. Atli Arnarson skoraði mark okkar manna en það dugði ekki því Grindvíkingar settu fjögur á okkur.
Lesa meira

Þrjú stig á töfluna

Steven Beattie og Elvar Páll með mörk okkar manna sem lönduðu fyrsta deildarsigrinum í ár. Næsti leikur er gegn Hamri á miðvikudaginn, en spilað verður á Grýluvelli.
Lesa meira

Jafntefli í fyrsta heimaleik tímabilsins

Tindastóll gerði 1-1 jafntefli gegn Völsung. Liðið er komið með tvö stig eftir tvo leiki. Næsti leikur er á fimmtudaginn gegn Þrótti, en sá leikur er sýndur í beinni á SportTV.
Lesa meira