Fótboltafréttir

Efnileg ungmenni

5 einstaklingar frá Tindastóli hafa verið valdir til að taka þátt í verkefnum á vegum KSÍ.
Lesa meira

Donni hættur með Tindastól

Tilkynning frá Tindastóli. Halldór Jón Sigurðsson er hættur sem þjálfari meistaraflokks karla hjá Tindastóli. Donni tók við liðinu á erfiðum tíma árið 2011 og stýrði liðinu í efsta sæti í 2. deildinni það ár og síðan þá hefur liðið leikið í 1. deild. Knattspyrnudeild Tindastóls þakkar Donna fyrir góðan tíma og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Lesa meira

FLÖSKUSÖFNUN

Leikmenn 3.fl. drengja eru að hefja söfnun sína fyrir utnalandsferð á næsta ári. Í kvöld ætla þeir að ganga í hús og safna flöskum. Við biðjum alla að taka vel á móti þeim.
Lesa meira

Uppskeruhátíð knattspyrnudeildar

Um síðustu helgi voru haldnar uppskeruhátíðir fyrir fjórða-, þriðja- og meistaraflokka Tindastóls í knattspyrnu og veitta viðurkenningar að venju. Hjá meistaraflokki karla þótti Atli Arnarson bestur en hjá konunum Bryndís Rut Haraldsdóttir. Meistaraflokkarnir komu saman á laugardagskvöldið og hlutu eftirfarandi leikmenn viðurkenningar:
Lesa meira

1.deild karla

Það var ekki skemmtilegur fótboltinn sem leikinn var í sunnanrokinu á Króknum í dag. Tindastóll tók á móti Víkingum sem sigruðu verðskuldað 0 - 3
Lesa meira

4.flokkur karla

4.flokkur karla sigraði lið Fjarðabyggðar/Leiknis með 4 mörkum gegn 1 á Sauðárkróksvelli í dag. Haldór BroddiÞorsteinsson gerði þrjú mörk og Pétur Guðbjörn Sigurðarson eitt.
Lesa meira

Tindastóll steinlá fyrir KA

Tindastóll steinlá fyrir KA mönnum á Akureyrarvelli í gær. lokatölur leiksins 5-1. Eftir leikinn komust KA og Selfoss uppfyrir okkar menn og Þróttarar komust í 20.stig. KF spilar í dag gegn Völsung og geta komist í 18.stig með sigri. þrjár umferðir eru eftir af íslandsmótinu.
Lesa meira

Bryndís Rut orðin ein af þremur markvörðum u 19 kvenna

Bryndís Rut Haraldsdóttir heitir ung Brautarholltssnót sem spilar knattspyrnu með kvennaliði okkar Tindastóls.
Lesa meira

Mark í uppbótartíma tryggði stig

Tindastóll skoraði aftur jöfnunarmark í uppbótartíma og tryggði sér dýrmætt stig í neðrihluta deildarinnar. Fjölnir búnir að vera á mikilli siglingu undanfarið og voru 2-0 undir þegar þrjár mínutur voru eftir. Chris Tsonis minkaði munin og Steven Beattie jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar fimm mínutur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Lesa meira

Tindastóll sigraði Þrótt nokkuð örugglega

Erfitt að finna betri afþreyingu á Króknum en að fara á fótboltaleik þegar okkar strákar í Tindastól spila svona flottan bolta. Nýtum sumarið og hittumst og skemmtum okkur hjá frábærlega flottu liði Tindastóls. Góður 3-0 sigur í gær
Lesa meira