Sumarið 2023

Hópur keppenda ásamt þjálfara og nokkrum yngri iðkendum sem fengu að koma með.
Hópur keppenda ásamt þjálfara og nokkrum yngri iðkendum sem fengu að koma með.

Jæja gott fólk, sumarið flaug fram hjá okkur eins og örugglega mörgum öðrum. Margt var þó um að vera í heimi frjálsíþrótta bæði heima og úti í heimi.

Við þurfum því nú að spýta aðeins í lófanna og reyna að telja upp hvað okkar iðkendum tókst að framkvæma í sumar.

Við héldum nokkur mót hér á Sauðárkróksvelli áður en Unglingalandsmót UMFÍ var haldið hér um verslunarmannahelgina.

Við byrjum á því að halda UMSS kastmót þann 11. júní, þar kepptu 28 keppendur sem settu 15 aðilar bættu sitt persónulega best (pb) í einni eða fleiri greinum. Við héldum líka þrjú sumar mót; 1 Sumarmót UMSS, var haldið 18. júní og kepptu 35 aðilar á mótinu og bættu 10 aðilar sitt pb í einni grein, 2 Sumarmót UMSS, var haldið 19. júlí þar kepptu 28 aðilar og bættu 10 aðilar sitt pb í einni eða fleiri greinum og 3 Sumarmót UMSS var haldið 26. júlí þar kepptu 16 aðilar og bættu 5 aðilar sitt pb í einni eða fleiri greinum.

Ísak Óli Traustason tók þátt á Smáþjóðaleikum 30. maí á Möltu, keppti þar í 110 m grind og hljóp á 14,94 sek. í undanúrslitum, auk þess keppti hann á Evrópukeppni landsliða í Póllandi í 110 m grind.

MÍ 15-22 ára var haldið snemma í ár 9.-10. júní og átti UMSS tvo keppendur, Stefaníu Hermannsdóttir og Magnús Elí Jónsson. Stefanía varð Íslandsmeistari í flokki 20-22 ára stúkna í spjótkasti með kast upp á 36,97 m. Magnús Elí keppti í 100 m og spjótkasti 18-19 ára pilta og nældi sér í brons í spjótkastinu með kast upp á 30,22 m.

MÍ 11-14 ára var haldið 24.-25. júní þar kepptu 8 krakkar á vegum UMSS. Þar vann Guðni Bent Helgason tvo Íslandsmeistaratitla; hástökk og í kúluvarpi 11 ára pilta, og Lilja Stefánsdóttir (Smári) varð Íslandsmeistari í spjótkasti 11 ára stúlkna. Einnig varð sveit UMSS í 4x100 metra boðhlaup 13 ára pilta Íslandsmeistarar en í sveitinni voru þeir Sigmar Þorri Jóhannsson (12), Aron Gabríel Samúelsson (12), Guðni Bent Helgason(11) og Ísak Hrafn Jóhannsson (12). Á mótinu unnust 4 silfurverðlaun; Guðni (11) í 60m hlaupi, Ísak Hrafn (12) 400m hlaupi, Aron Gabríel (12) langstökk og Friðrik Logi Hauksteinn Knútsson (13) í spjótkasti. Einnig unnust 3 bronsverðlaun; Guðni Bent (11) 400 m hlaup, Halldór Stefánsson (14) 2000 m hlaup og Friðrik Logi (13) 80m grind.

Við héldum með stóran hóp af krökkum (Tindastóll og Smári) til Gautaborgar þar sem þau kepptu á Gautaborgaleikum 30. júní – 2. júlí. Flogið var út þann 28. júní til Gautaborgar og dögunum fyrir mót var eytt í borginni eða á hlaupabrautinni á æfingum. Keppendur kepptu í 118 greinum og 25 pb voru sett.  Gunnar Freyr Þórarinsson lenti í 3.sæti í sleggju og spjóti karla þar sem hann kastaði sitt pb í báðum greinum og Andrea Maya Chirikadzi setti bætti héraðsmet sitt í sleggju 20-22 ára kvenna í annað sinn í sumar.  Eftir mótið var farið í skemmtigarð og svo var haldið heim á leið þann 5. júlí, eftir vel heppnaða ferð. Sjö keppendur brunuð þá á Sumarleika HSÞ sem eru haldnir árlega á Laugum og gekk það ágætlega.

97. Meistaramót Íslands eða meistaramót fullorðna var haldið helgina 28.-30. júlí. Ísak Óli varð Íslandsmeistari í 110m grind og fékk brons í langstökki karla, Gunnar Freyr Þórarinsson varð þriðji í spjótkasti karla og Stefanía Hermannsdóttir varð líka þriðja í spjótkasti kvenna.

Unglingalandsmót UMFÍ var haldið hér á Sauðárkróki daganna 4.-5. ágúst.Skráðir voru 445 einstakilingar til þátttöku í frjálsum og 53 boðhlaupsveitir. 50 keppendur voru skráðiir sem kepptu fyrir hönd UMSS (Tindastóll og Smári) og vannst til 11 Unglinglandsmótstiltla, 17 silfur og 10 brons. 

Skipting verðlauna;

  • Guðni Bent Helgason (11) 1.sæti í hástökki og kúluvarpi (bæði héraðsmet), 2.sæti í 60m hlaupi og 3.sæti í 600m hlaupi og langstökki
  • Ísak Hrafn Jóhannsson (12) 1.sæti í 600 m hlaupi og 2. sæti í spjótkasti
  • Sigmar Þorri Jóhannsson (12) 1.sæti í spjótkasti
  • Atli Fannar Andrésson (13) 1.sæti í kúluvarp
  • Fjölnir Þeyr Marinósson (13) 1.sæti í kringlukast og spjótkast, og 2.sæti í kúluvarpi. 
  • Hafþór Ingi Brynjólfsson (13) 1.sæti í hástökkog 3.sæti 100m hlaup
  • Atli Steinn Stefánsson (18) 1.sæti í kúluvarpi og 2. sæti í spjótkasti
  • Unnur María Gunnarsdóttir (18) 1.sæti í 100m hlaupi, kúluvarpi og spjótkasti (flokkur hreyfihamlaða)
  • Friðrik Logi Haukstein Knútsson (13) 2. sæti í 100m hlaup, 80m grind og hástökki og 3. sæti í spjótkasti
  • Aron Gabríel Samúelsson (12) 2.stæti í langstökk.
  • Emilía Rós Ólafardóttir (12) 2.sæti hástökk
  • Sigurbjörg Inga Sigfúsdóttir (13) 2.sæti kringlukast og spjótkast
  • Hallgerður H V Þrastardóttir (15) 2.sæti kúluvarp
  • Katelyn Eva John (15) 2.sæti 100m hlaup
  • Svandís Katla Marinósdóttir (15) 2.sæti spjótkast
  • Vignir Freyr Þorbergsson (15) 3.sæti í hástökki

Boðhlaupsveitir

  • Klúbbur einmanna aldraða (12) 1.sæti Lísa Laxdal, Emilía Rós Ólafardóttir, Eyrún Svala Gustavsdóttir, Elísabet Benediktsdóttir (blandað lið)
  • $kvísurnar (13), 1. sæti Anna Metta Óskarsdóttir, Sigurbjörg Inga Sigfúsdóttir, Adda Sóley Sæland, Bryndís María Jónsdóttir (blandað lið)
  • Geitungarnir (12),  2. sæti Aron Gabríel Samúelsson, Ísak Hrafn Jóhannsson, Sigmar Þorri Jóhannsson, Guðni Bent Helgason
  • Hlaupararnir (11),  3.sæti Lilja Stefánsdóttir, Kolbrá Sigrún Sigurðardóttir, Freyja Vilhjálmsdóttir, Svava Valrós Ásmundsdóttir (blandað lið

Margir bættu sitt PB (47 bætingar)

  • Aron Gabríel (12) 60m, hástökk, langstökk og kúluvarp
  • Bergrún Lauga Þórarinsdóttir (13) 60m hlaup
  • Birkir Heiðberg Jónsson (12) 60m hlaup
  • Bríet Bergdís Stefánsdóttir (15) langstökk, 100m hlaup og spjótkast
  • Emilía Rós Ólafardóttir (12) hástökk og kúluvarp
  • Fjölnir Þeyr Marinósson (13) spjótkast, kringlukast og kúluvarp
  • Friðrik Logi Haukstein Knútsson (13) hástökk, langstökk, kúluvarp, 80m grind og spjótkast
  • Guðni Bent Helgason (11) kúluvarp, spjótkast, hástökk og 60m hlaup
  • Hafþór Ingi Brynjólfsson (13) langstökk, hástökk og kúluvarp
  • Halldór Stefánsson (14) kringlukast og hástökk
  • Hallgerður H V Þrastardóttir (15) kúluvarp
  • Hrólfur Leví Traustason (11) spjótkast
  • Ísak Hrafn Jóhannsson (12) 60m hlaup
  • Ísleifur Eldur Þrastarson (13) kúluvarp
  • Kolbrá Sigrún Sigurðardóttir (11) 60m hlaup
  • Lilja Stefánsdóttir (11) hástökk og 60m hlaup
  • Rakel Sonja Ámundadóttir (13) langstökk og 80m grind
  • Sigmar Þorri Jóhannsson (12) 60m hlaup, kúluvarp og spjótkast
  • Sigurbjörg Inga Sigfúsdóttir (13) spjótkast, kringlukast og 80m grind
  • Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir (14) kringlukast og kúluvarp
  • Svandís Katla marinósdóttir (15) kringlukast og kúluvarp
  • Víkingur Týr Thorlacius (11) langstökk

Bikarmót FRÍ var haldið 12. ágúst í Reykjavík. Mætt var með tvö lið 15 ára og yngri ( 6 stelpur og  4 strákar). Keppendur UMSS voru á aldrinum 12-14 ára og áttu þau góða keppni á þessu móti. 8 þeirra bættu sitt pb.

Helgina 18.-19. ágúst hélt UFA Akureyramót UFA og Kjarnafæði Norðlenska. Þangað sendum við 19 keppendur. Unnust þar 12 gullverðlaun, 7 silfurverðlaun og 10 brons. 16 keppendur bættu sitt pb í enni eða fleiri greinum.

Tugþrautamót FRÍ var haldið helgina 26.-27. ágúst á Akureyri og átti UMSS þar þrjá keppendur, mjög fáir keppendur skráðu sig til þátttöku á mótinu. Ísak Óli varð Íslandsmeistari en hann keppti þar við sjálfan sig á mótinu. Halldór Stefánsson lenti í 2. sæti og bætti sinn árangur í fimmtarþraut pilta 15 ára og yngri um 255 stig auk þess að bæta sitt PB kringlukasti, langstökki og spjótkasti. Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir keppti í fimmtarþraut 15 ára og yngri, en því miður lauk hún ekki keppni.

Nokkur héraðsmet hafa fallið á árinu (listinn er ekki tæmandi)

  • Kúluvarp (2 kg.) 11 ára pilta - 9,47m Guðni Bent Helgason
  • Hástökk 11 ára pilta - 1,48m utanhúss Guðni Bent Helgason
  • Hástökk 11 ára pilta - 1,47m innanhúss Guðni Bent Helgason
  • Kringlukast (600gr.) 13 ára stúlkna - 24,73m Sigurbjörg Inga Sigfúsdóttir
  • Sleggjukast (4 kg.) 20-22 ára kvenna - 34,97m Andrea Maya Chirikadzi

Framundan er uppbyggingartími fyrir innanhússtímabilið hjá flestum keppendum okkar. Nokkur mót eru þó framundan fyrir áramót.  Silfurleikar ÍR verða haldnir 18. nóvember í Laugardalshöll og Minningarmót Ólivers þann 2. desember í Boganum Akureyri. Eftir áramót þá er Stórmót ÍR helgina 20.-21. janúar og svo koma Meistaramót Frjálsíþróttasambandsins koll af kolli fram í mars.