Tindastóll vs Þróttur á Valbjarnarvelli

Ef strákarnir vinna leikinn á laugardaginn gegn Þrótti þá ná þeir í fleiri stig en Tindastóll hefur nokkurntíman náð í 1.deild. Besti árangur í sögu Tindastóls er 6.sæti 1.deildar. Þeim árangri náði liðið árið 1988 þegar liðið fékk 23.stig, 1989 fékk liðið 20.stig og 2000 fékk liðið 20.stig einnig. Þetta er allt í 10 liða deild. Þannig að besti árangur Tindastóls stigalega séð er 23.stig (6.sæti) sem gerir að meðaltali 1.27 stig í leik. 

Í dag er spiluð 12.liða deild og er Tindastóll nú þegar komnir með 27.stig. Ef liðið sigrar Þrótt á laugardaginn þá nær liðið í 30.stig sem samkvæmt vísindalegum útreikningum gerir 1.36 stig í leik. Óháð því hvort liðið nái 6.sæti í deildinni, sem er besti árangur í sögu Tindastóls þá með sigri bætir liðið stiga árangur félagsins. 

Leikurinn gegn Þrótti byrjar stundvíslega kl:14:00 á laugardaginn og verður spilarðu á Valbjarnarvelli. 

Allir Króksarar/Skagfirðingar eru hvattir til að mæta og styðja strákana til sigurs. Áfram Tindastóll