Eddi farinn í Val

Besti leikmaður Tindastóls í sumar, Edvard Börkur Óttharsson hefur gengið frá þriggja ára samningi við sitt uppeldisfélag Val. 

Eddi kom til Tindastóls sumarið 2011 en þá spilaði hann aðallega fyrir 2.flokk Tindastóls en hann spilaði þó 5.leiki fyrir meistaraflokk félagsins. Í sumar spilaði Eddi lykilhlutverk í liði Tindastóls, spilaði 20 leiki í deildinni. Einu leikirnir sem hann missti af var, einn leikur sem hann tók út leikbann og hinn þegar hann var að jafna sig á kinnbeinsbroti.

Eddi myndaði gott miðvarðarpar með Bödda í sumar en þó við séum að missa einn okkar besta mann í sumar, þá eigum við fullt af flottum leikmönnum sem vonandi ná að fylla í skarð Edda á næsta tímabili.

Eddi segist ,,vera virkilega spenntur fyrir þessu tækifæri hjá sínum uppeldisklúbb."

Hann segir einnig að ,,allar þær mínutur sem hann eyddi á Króknum væru gjörsamlega frábærar og fólkið sem hann kynntist hafi verið það besta og vingjarnlegasta. Tindastóll er með æðislegan leikmannahóp, frábæran þjálfara og virkilega gott folk sem kemur að liðinu. Bara topp menn sem eru í stjórn Tindastóls og gerðu þeir sitt allra besta til að láta okkur líða vel og þeim tókst það svo sannarlega. Sumarið hjá okkur var einstaklega skemmtilegt og afar lærdómsríkt. Við lenntum í 8.sæti , sem er frábær árangur og er ég viss um að liðið nái betri árangri á næsta tímabili og óska ég öllum strákunum alls hins besta á komandi tímabili “