Fréttir

Aprílmót UFA

UFA heldur Aprílmót í frjálsíþróttum í Boganum á Akureyri laugardaginn 13. apríl frá kl. 10:45-16:00. Keppt verður í öllum aldursflokkum frá 9 ára og yngri, upp í karla- og kvennaflokk.
Lesa meira

MÍ 11-14 ára í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 11-14 ára, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 23.-24. febrúar. Í skagfirska liðinu voru 23 keppendur, en keppendur voru alls um 380 frá 20 félögum og samböndum.
Lesa meira

Frá aðalfundi

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls var haldinn 21. febrúar. Fram kom að gróska er í starfinu og fjárhagslega stendur deildin vel. Sigurjón Viðar Leifsson var endurkjörinn formaður deildarinnar.
Lesa meira

Aðalfundur

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls verður haldinn fimmtudaginn 21. febrúar og hefst hann kl. 20. Fundurinn verður haldinn að Víðigrund 5 á Sauðárkróki.
Lesa meira

Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum

Bikarkeppni FRÍ var háð laugardaginn 16. febrúar. Norðlendingar úr UMSS, UMSE, UFA og HSÞ tefldu fram sameinuðu liði. FH-ingar, sigurvegarar síðasta árs, urðu nú að lúta í lægra haldi fyrir ÍR-ingum, - og Norðlendingum sem náðu sínum besta árangri frá upphafi.
Lesa meira

UMSS T-bolirnir

Rauðir T-bolir með merki UMSS eru komnir í sölu hjá Tískuhúsinu á Sauðárkróki. Keppnisbúningarnir eru einnig til sölu þar.
Lesa meira

MÍ í frjálsíþróttum innanhúss

Aðalhluti Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 9. og 10. febrúar. Jóhann Björn Sigurbjörnsson setti á mótinu nýtt skagfirskt héraðsmet í 200m hlaupi innanhúss.
Lesa meira

Keppnisbúningar UMSS

Tískuhúsið á Sauðárkróki hefur tekið að sér umboðssölu á keppnisbúningum UMSS í frjálsíþróttum. Nánari upplýsingar....
Lesa meira

4 Íslandsmeistaratitlar til UMSS

Unga frjálsíþróttafólkið okkar úr Skagafirði gerði góða ferð suður á Meistaramót Íslands fyrir 15-22 ára nú um helgina. Fjórir Íslandsmeistaratitlar unnust, auk þess sjö silfur- og sjö bronsverðlaun.
Lesa meira

MÍ 15-22 ára í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 15-22 ára, fer fram í Reykjavík helgina 2.-3. febrúar. Skráðir keppendur eru 230, þar af 22 Skagfirðingar.
Lesa meira