Fréttir

Vetrar-TÍM

Nú standa yfir skráningar í Vetrar-TÍM, en þangað inn þarf að skrá alla iðkendur íþrótta hjá Tindastól, 18 ára og yngri. Öll börn og unglingar sem æfa frjálsar, fótbolta, körfu og sund hjá Tindastól skal skrá inn í kerfið. Skráningu lýkur þriðjudaginn 23.október.
Lesa meira

Æfingatafla

Frjálsíþróttadeildin hefur birt æfingatöflu sína fyrir haustið 2012. Æfingarnar eru fyrir þá sem fæddir eru 2002 og fyrr. Þjálfarar eru Sigurður Arnar Björnsson, Vignir Gunnarsson og Ragndís Hilmarsdóttir.
Lesa meira

Munið uppskeruhátíðina

Við minnum á uppskeruhátíð skagfirska frjálsíþróttaliðsins og stuðningsmanna laugardaginn 20. október. Hátíðin fer fram í Mötuneyti Heimavistar FNV og hefst kl.18. Síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 18. október.
Lesa meira

Uppskeruhátíð

Frjálsíþróttadeild UMFT og frjálsíþróttaráð UMSS halda uppskeruhátíð sína laugardaginn 20. október. Þar verða veitt verðlaun fyrir gott starf og árangur á árinu 2012 og félagar skemmta sér saman.
Lesa meira

Björn Margeirs og Jóhann Björn

Íþrótta- og afreksnefnd FRÍ hefur valið nýjan landsliðshóp að loknu keppnistímabilinu utanhúss. Í hópnum eru tveir hlauparar úr UMSS, Jóhann Björn Sigurbjörnsson spretthlaupari og Björn Margeirsson millivegalengda- og langhlaupari.
Lesa meira