Markmið

Meginmarkmið

  • Að iðkendur öðlist grunnfærni í júdó eða byggi ofan á fyrri kunnáttu.
  • Að iðkendur öðlist reynslu af því að keppa í júdó.
  • Að iðkendur efli sjálfstraust og sjálfsvirðingu og læri að bera virðingu fyrir öðrum og temji sér að fara eftir þeim reglum sem gilda í júdósalnum.
  • Að skapa öruggt og örvandi umhverfi fyrir aukinn hreyfi-, félags- og sálrænan þroska iðkenda.

Undirmarkmið

  • Að iðkendur hækki um hálfa gráðu eftir hverja önn eða heila gráðu eftir tvær annir eins og gráðunarreglur JSÍ leyfa enda hafi þeir sýnt fram á skilyrta kunnáttu og lágmarks ástundun.
  • Að iðkendum standi til boða að keppa á júdómótum, að lágmarki öllum JSÍ mótum, jólamóti Tindastóls, norðurlandsmóti og vormóti Tindastóls. Einnig verði hugsanlegt að fara á fleiri mót sem í boði verða sé á því áhugi.
  • Að haldin verði sameiginleg „foreldraæfing“ fyrir alla aldurshópa a.m.k. einu sinni á hvorri önn þar sem iðkendur geta boðið foreldrum, systkinum og vinum með sér á æfingu.
  • Að bjóða öðrum júdóklúbbi í heimsókn a.m.k. einu sinni yfir tímabilið, þar sem öllum aldurshópum verður blandað saman á einni æfingu.