Fréttir

Jóhann Björn Sigurbjörnsson

Jóhann Björn Sigurbjörnsson, frjálsíþróttamaður úr Tindastól, var valinn „Íþróttamaður Skagafjarðar 2013“.
Lesa meira

Gleðileg jól

Frjálsíþróttadeild Tindastóls sendir Skagfirðingum og öllu íþróttafólki, nær og fjær, bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Jólamót UMSS

Jólamót UMSS í frjálsíþróttum verður haldið í Varmahlíð miðvikudaginn 18. desember og hefst það kl.16:30. Keppt verður í aldursflokkum 10 ára og eldri.
Lesa meira

Rækjur til hátíðanna

Frjálsíþróttaiðkendur í Skagafirði eru að safna fyrir ferð á Gautaborgarleikana. Nú eru boðnar lúxusrækjur á kr. 2000 / kg. Tekið er við pöntunum til 10. desember.
Lesa meira

Frjálsíþróttafólk Skagafjarðar 2013

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks í Skagafirði fór fram sunnudaginn 24. nóvember. Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir voru útnefnd „Frjálsíþróttafólk Skagafjarðar 2013“ í karla- og kvennaflokkum. Fríða Ísabel Friðriksdóttir og Haukur Ingvi Marinósson voru valin efnilegust í flokki 11-15 ára.
Lesa meira

Uppskeruhátíð frjálsíþróttafólks

Frjálsíþróttaráð UMSS og Frjálsíþróttadeild UMFT halda uppskeruhátíð sína sunnudaginn 24. nóvember og hefst hún kl. 18 í Hátíðasal FNV.
Lesa meira

Safna fyrir Gautaborgarferð

Frjálsíþróttaunglingarnir í UMSS ráðgera keppnisferð á Gautaborgarleikana næsta sumar. Í fjáröflunarskyni efna þau til kökubasara föstudaginn 22. nóvember á Sauðárkróki og í Varmahlíð.
Lesa meira

Skagfirðingar sigruðu í 4 greinum

Silfurleikar ÍR voru haldnir í Laugardalshöllinni laugardaginn 16. nóvember. Metþátttaka var á leikunum og kepptu alls 772 börn og unglingar frá 29 félögum og samböndum. Skagfirðingar stóðu sig mjög vel, unnu sigur í 4 greinum og voru alls 12 sinnum í verðlaunasætum.
Lesa meira

Úrvalshópur unglinga FRÍ

Frjálsíþróttasambandið hefur birt nýjan lista yfir “Úrvalshóp unglinga 15-22 ára”. Í hópnum er alls 91 unglingur, þar á meðal eru nú sjö Skagfirðingar.
Lesa meira

Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum

“48. Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum” fór fram í Reykjavík helgina 31. ágúst og 1. september. Lið ÍR bar sigur úr býtum í fimmta sinn í röð. Norðlendingar sendu sameiginlegt lið, skipað íþróttafólki úr UMSS, UFA, UMSE og HSÞ, og varð liðið í 3. sæti.
Lesa meira