Fréttir

Góður árangur á Stórmóti ÍR

Skagfirðingarnir sem kepptu á Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum í Reykjavík 26.-27.janúar stóðu sig með miklum sóma og unnu til 23 verðlauna, 2 gull, 12 silfur og 9 brons. Mótið var mjög fjölmennt, keppendur nálægt 800, og keppni mjög spennandi í flestum greinum.
Lesa meira

17. Stórmót ÍR

Helgina 26. - 27. janúar verður „17. Stórmót ÍR“ haldið í Laugardalshöllinni. Mótið hefur fest sig í sessi sem fjölmennasta frjálsíþróttamót landsins og eru skráðir keppendur nú 751. Skagfirðingar sem keppa á mótinu eru 24 talsins.
Lesa meira

Stórmót í frjálsíþróttum

Keppnistímabilið í frjálsíþróttum innanhúss er nú að byrja fyrir alvöru. MÍ í fjölþrautum fer fram nú um helgina, 12.-13. janúar, og síðan rekur hver stórviðburðurinn annan. Öll stærri mótin fara fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í Reykjavík.
Lesa meira

Mette Mannseth

Mette Mannseth, hestakona úr Léttfeta, var útnefnd “Íþróttamaður Skagafjarðar 2012” í hófi sem UMSS hélt 28. desember. “Mette er mikil keppnismanneskja, metnaðarfull, fjölhæf og ákaflega vinnusöm”, segir í greinargerð með tilnefningu hennar.
Lesa meira

Gleðileg jól

Sendum Skagfirðingum og öllu íþróttafólki, nær og fjær, okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Jólamót UMSS

Jólamót UMSS í frjálsíþróttum verður haldið í Íþróttahúsinu í Varmahlíð fimmtudaginn 20. desember. Keppt verður í aldursflokkum 10 ára og eldri.
Lesa meira

Góður árangur á Silfurleikum ÍR

“Silfurleikar ÍR” fóru fram í Reykjavík 17. nóvember. Jóhann Björn Sigurbjörnsson sigraði í 60m hlaupi í flokki 16-17 ára pilta. Auk þess unnu Skagfirðingar til 12 silfurverðlauna og 3 bronsverðlauna á mótinu, sem var mjög fjölmennt, keppendur um 660 talsins.
Lesa meira

Silfurleikar ÍR

Frjálsíþróttadeild ÍR heldur hina árlegu „Silfurleika ÍR“ fyrir flokka 17 ára og yngri í Laugardalshöllinni laugardaginn 17. nóvember. Mótið er haldið til að minnast afreks Vilhjálms Einarsson sem vann til silfurverðlauna í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956.
Lesa meira

Nóvembermót UFA

Nóvembermót UFA fer fram í Boganum sunnudaginn 11. nóvember. Á mótinu keppa 23 Skagfirðingar.
Lesa meira

Viðurkenningar veittar

Sameiginleg uppskeruhátíð frjálsíþróttaráðs UMSS og Frjálsíþróttadeildar Tindastóls fór fram laugardaginn 20. október. Jóhann Björn Sigurbjörnsson var valinn “Frjálsíþróttakarl UMSS” og hlaut viðurkenningu fyrir besta afrek ársins í flokki 15 ára og eldri. Þorgerður Bettina Friðriksdóttir var valin “Frjálsíþróttakona UMSS”.
Lesa meira