Fréttir

4 Íslandsmeistaratitlar til UMSS

Unga frjálsíþróttafólkið okkar úr Skagafirði gerði góða ferð suður á Meistaramót Íslands fyrir 15-22 ára nú um helgina. Fjórir Íslandsmeistaratitlar unnust, auk þess sjö silfur- og sjö bronsverðlaun.
Lesa meira

MÍ 15-22 ára í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 15-22 ára, fer fram í Reykjavík helgina 2.-3. febrúar. Skráðir keppendur eru 230, þar af 22 Skagfirðingar.
Lesa meira

Góður árangur á Stórmóti ÍR

Skagfirðingarnir sem kepptu á Stórmóti ÍR í frjálsíþróttum í Reykjavík 26.-27.janúar stóðu sig með miklum sóma og unnu til 23 verðlauna, 2 gull, 12 silfur og 9 brons. Mótið var mjög fjölmennt, keppendur nálægt 800, og keppni mjög spennandi í flestum greinum.
Lesa meira

17. Stórmót ÍR

Helgina 26. - 27. janúar verður „17. Stórmót ÍR“ haldið í Laugardalshöllinni. Mótið hefur fest sig í sessi sem fjölmennasta frjálsíþróttamót landsins og eru skráðir keppendur nú 751. Skagfirðingar sem keppa á mótinu eru 24 talsins.
Lesa meira

Stórmót í frjálsíþróttum

Keppnistímabilið í frjálsíþróttum innanhúss er nú að byrja fyrir alvöru. MÍ í fjölþrautum fer fram nú um helgina, 12.-13. janúar, og síðan rekur hver stórviðburðurinn annan. Öll stærri mótin fara fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í Reykjavík.
Lesa meira

Mette Mannseth

Mette Mannseth, hestakona úr Léttfeta, var útnefnd “Íþróttamaður Skagafjarðar 2012” í hófi sem UMSS hélt 28. desember. “Mette er mikil keppnismanneskja, metnaðarfull, fjölhæf og ákaflega vinnusöm”, segir í greinargerð með tilnefningu hennar.
Lesa meira

Gleðileg jól

Sendum Skagfirðingum og öllu íþróttafólki, nær og fjær, okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Þökkum stuðninginn á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Jólamót UMSS

Jólamót UMSS í frjálsíþróttum verður haldið í Íþróttahúsinu í Varmahlíð fimmtudaginn 20. desember. Keppt verður í aldursflokkum 10 ára og eldri.
Lesa meira

Góður árangur á Silfurleikum ÍR

“Silfurleikar ÍR” fóru fram í Reykjavík 17. nóvember. Jóhann Björn Sigurbjörnsson sigraði í 60m hlaupi í flokki 16-17 ára pilta. Auk þess unnu Skagfirðingar til 12 silfurverðlauna og 3 bronsverðlauna á mótinu, sem var mjög fjölmennt, keppendur um 660 talsins.
Lesa meira

Silfurleikar ÍR

Frjálsíþróttadeild ÍR heldur hina árlegu „Silfurleika ÍR“ fyrir flokka 17 ára og yngri í Laugardalshöllinni laugardaginn 17. nóvember. Mótið er haldið til að minnast afreks Vilhjálms Einarsson sem vann til silfurverðlauna í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melbourne árið 1956.
Lesa meira