Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum

 

7. Bikarkeppni FRÍ, í frjálsíþróttum innanhúss, var háð laugardaginn 16. febrúar í Laugardalshöllinni í Reykjavík.  Norðlendingar úr UMSS, UMSE, UFA og HSÞ tefldu nú fram sameinuðu liði í sjötta sinn.

 

Í samanlagðri stigakeppni mótsins urðu úrslit þau, að ÍR-a sigraði með 119 stig, í 2. sæti varð Norðurland 109,5 stig, 3. sæti FH 90 stig, 4. sæti Breiðablik 73 stig, 5. sæti HSK 59 stig og 6. ÍR-b með 50,5 stig.

 

Í karlaflokki sigraði Norðurland með 58 stig, 2. sæti ÍR-a með 55 stig og 3. sæti FH með 44 stig.

Í kvennaflokki sigraði ÍR-a með 64 stig, 2. sæti Norðurland með 51,5 stig og 3. sæti FH með 46 stig.

 

Einu sinni áður, árið 2011, hefur lið Norðurlands náð 2. sæti í keppninni, en aldrei áður hefur unnist sigur í öðrum kynjaflokknum.  Það er ástæða til að óska norðlenska frjálsíþróttafólkinu og þjálfurunum til hamingju með glæsilegan árangur.  Vonandi verður þetta hvatning, sem á eftir að smitast yfir til annarra svæða á landsbyggðinni, þar sem verið er að vinna að viðreisn frjálsíþróttastarfs.

 

Árangur Skagfirðinganna sem kepptu í norðlenska liðinu:

Daníel Þórarinsson og Jóhann Björn Sigurbjörnsson: Voru báðir í sigursveit Norðlendinga í 4x400m boðhlaupi (3:21,17mín). 

Jóhann Björn Sigurbjörnsson: 2. sæti í 200m hlaupi (22,32sek, bæting á vikugömlu héraðsmeti).

Guðjón Ingimundarson: 4. sæti í 60m grindahlaupi (9,15sek, pm.).

Þorgerður Bettína Friðriksdóttir: 4. sæti í 800m hlaupi (2:38,30mín).

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir: 4.-5. sæti í hástökki (1,55m).

Ísak Óli Traustason: 6. sæti í kúluvarpi (9,58m).

 

ÚRSLIT !