MÍ í frjálsíþróttum innanhúss

 

Aðalhluti Meistaramóts Íslands í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 9. og 10. febrúar.  Keppendur voru um 230, en að þessu sinni kepptu aðeins tveir Skagfirðingar, þeir Jóhann Björn Sigurbjörnsson og Daníel Þórarinsson, sem kepptu í spretthlaupum og komust báðir í úrslit í 60m og 200m hlaupum.  Í 60m hlaupinu voru 26 keppendur og 22 í 200m hlaupinu.

 

Jóhann Björn varð í 4. sæti í báðum hlaupunum, hljóp 60m á 7,17sek, en 200m á 22,33sek og setti þar með nýtt  skagfirskt héraðsmet í flokkum 18 ára og eldri.  Gamla héraðsmetið í karlaflokki átti Ragnar Frosti Frostason, 22,34sek frá 2008, en sjálfur átti Jóhann metin í flokkum 18-22 ára frá því um síðustu helgi.

Daníel varð í 7. sæti í þremur hlaupum, 60m á 7,34sek, 200m á 23,32sek, (23,23sek í undanrásum), og 400m á 51,57sek, bætti sinn fyrri árangur í öllum greinunum.

 

Úrslit mótsins má sjá HÉR !