Aðalstjórn
07.03.2018
Magnús Helgason
Á aðalfundi UMF Tindastóls sem haldinn var í gær var nýr formaður og stjórn kosin. Sitjandi formaður, Sigurður Helgi Sigurðsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa en í stað hans var Jón Kolbeinn Jónsson kosinn formaður.
Lesa meira
Aðalstjórn
25.02.2018
Magnús Helgason
Í forsíðufrétt Stundarinnar stígur fjöldi kvenna fram og segir frá kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri áreitni sem þær urðu fyrir af hendi fyrrverandi starfsmanns og leikmanns knattspyrnudeildar félagsins. Kemur þessi frétt í kjölfar #MeToo umræðunnar þar sem konur í fjölmörgum greinum stigu fram og sögðu frá sinni reynslu af kynferðislegri áreitni, kynferðislegu ofbeldi, þöggun og lítilsvirðingu. Konur í íþróttum voru þar á meðal og áttu sumar af þeim sögum sem nístu hjartað hvað mest. Þessar frásagnir kvennanna í Stundinni gerðu það einnig.
Lesa meira
Aðalstjórn
20.02.2018
Magnús Helgason
Aðalfundur UMF Tindastóls verður haldinn þriðjudaginn 6. mars nk. kl. 18:00 að Víðigrund 5. Allir velkomnir. Dagskrá skv. lögum félagsins.
Lesa meira
Aðalstjórn
29.12.2017
Magnús Helgason
Á sameiginlegri samkomu Tindastóls og UMSS sem haldin var 27. desember sl. var Pétur Rúnar Birgisson valinn Íþróttamaður Tindastóls 2017.
Lesa meira
Aðalstjórn
06.03.2017
Magnús Helgason
Aðalfundur Tindastóls var haldinn í dag í húsi frítímans. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var Halldóri Halldórssyni veittur starfsbikarinn fyrir störf í þágu félagsins og styrkir veittir úr minningarsjóði Rúnars Inga Björnssonar. Helgi Sigurðsson var endurkosinn formaður Tindastóls en auk hans voru Kolbrún Marvia Passaro, Laufey Kristín Skúladóttir, Magnús Helgason og Þórunn Ingvadóttir endurkosin í stjórn félagsins.
Lesa meira
Aðalstjórn
05.03.2017
Magnús Helgason
Aðalfundur Tindastóls verður haldinn mánudaginn 6. mars nk. í Húsi frítímans að Sæmundargötu 7b og hefst kl. 18:00 Dagskrá skv. lögum félagins. Allir velunnarar Tindastóls eru hvattir til að mæta.
Lesa meira
Aðalstjórn
22.12.2016
Magnús Helgason
Pétur Rúnar Birgisson var í kvöld valinn íþróttamaður Tindastóls 2016.
Lesa meira
Aðalstjórn
13.12.2016
Magnús Helgason
Fimmtudaginn 22. desember nk. kl. 20:00 verður íþróttamaður Tindastóls 2016 kynntur og fer athöfnin fram í Húsi frítímans. Boðið verður upp á léttar veitingar og eru allir velunnarar félagsins boðnir velkomnir.
Lesa meira
Aðalstjórn
09.03.2016
Magnús Helgason
Aðalfundur Tindastóls fór fram í Húsi frítímans þann 2. mars sl. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem viðurkenningar voru veittar. Gerðar voru nokkrar breytingar á lögum félagsins þar sem skerpt var á nokkrum atriðum. Helgi Sigurðsson gaf kost á sér til áframhaldandi formennsku og aðrir í stjórn gerðu það líka, þ.e. Kolbrún Marvía Passaro, Laufey Kristín Skúladóttir, Magnús Helgason og Þórunn Ingvadóttir.
Lesa meira