Jafnréttisstefna

Allir einstaklingar innan UMSS skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku og þroska hæfileika sína óháð kynferði eða kynþætti.

Jafnréttisstefna er gerð með þeim tilgangi að vekja athygli á rétti hvers einstaklings til jafnra tækifæra í lífinu og að það sé hagur samfélagsins í heild að jöfn virðing sé borin fyrir hæfileikum kvenna og karla. Íslensk jafnréttislöggjöf hefur jafnrétti kynjanna að markmiði og það gerir jafnréttisáætlun UMSS einnig. Er það í samræmi við ákvæði 12. greinar laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008.

 
Til að stuðla að jafnrétti kynja og kynþátta leggur UMSS áherslu á:

• Að jafnréttissjónarmiða sé gætt í hvívetna í öllu starfi félagsins og að hvers kyns kynja- eða kynþáttamismunum verði ekki liðin.

• Að veita báðum kynjum tækifæri á að æfa jafn mikið og jafn oft og gera engan greinarmun á drengja- og stúlknaflokkum við útdeilingu æfingatíma.

• Að hafa vel menntaða og hæfa þjálfara í öllum flokkum. Gerðar eru sömu ráðningarkröfur til þjálfara drengja- og stúlknaflokka og að sömu laun eru greidd fyrir vinnu þjálfara í  karla og kvennaflokka.

• Að iðkendur, félagsmenn og starfsmenn hafi ekki uppi orð eða athafnir sem líta má á sem kynja- eða kynþáttamisrétti gagnvart öðrum, hvort sem um ræðir einstaklinga eða hópa innan eða utan félagsins. Áhersla er lögð á að iðkendur og aðrir félagsmenn geri ekki athugasemdir við litarhátt, talsmáta eða annað í fari iðkenda, ættingja þeirra eða keppinauta sem skilja má sem særandi athugasemd um uppruna þeirra

• Að iðkendur og aðrir félagsmenn séu meðvitaðir um menningarmun, hugsanlega vanþekkingu innflytjenda á íslenskum aðstæðum og úrræðaleysi þeirra gagnvart þeim

• Að iðkendur og aðrir félagsmenn leggi sig fram um að aðstoða innflytjendur við aðlögun að félagsstarfi allra aðildarfélaga UMSS.

 

Samþykkt á 98. Ársþingi UMSS þann 10. mars 2018

 

Tengill á síðu UMSS