Fréttir

Jóhann Björn tvöfaldur Íslandsmeistari

MÍ í frjálsíþróttum, aðalhluti, fór fram í Hafnarfirði helgina 12.-13. júlí. Jóhann Björn Sigurbjörnsson varð tvöfaldur Íslandsmeistari í karlaflokki, sigraði bæði í 100m og 200m hlaupum. Alls unnu Skagfirðingar 2 gull-, 3 silfur- og 1 bronsverðlaun á mótinu.
Lesa meira

MÍ-aðalhluti í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum fer fram í Hafnarfirði nú um helgina, 12.-13. júlí. Skagfirðingar senda vaska sveit til leiks sem gaman verður að fylgjast með.
Lesa meira

Unglingalandsmót 2014 á Sauðárkróki

ULM 2014 verður haldið á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina 31. júlí -3. ágúst. Skráning á mótið er hafin og skráningarfrestur stendur til miðnættis sunnudaginn 27. júlí.
Lesa meira

Gautaborgarleikarnir

Á þriðja og síðasta degi Gautaborgarleikanna varð Jóhann Björn Sigurbjörnsson í 3. sæti í 200m hlaupi 18-19 ára og Ísak Óli Traustason komst í úrslit í 110m grindahlaupi í sama flokki og endaði í 7. sæti.
Lesa meira

Gautaborgarleikarnir

Á öðrum degi Gautaborgarleikanna varð Jóhann Björn Sigurbjörnsson Tindastól/UMSS í 2. sæti bæði í 100m og 400m hlaupum 18-19 ára pilta. Í 100m hlaupinu hljóp hann á 10,78sek, en sænskur piltur sigraði. Í 400m hlaupinu var tvöfaldur íslenskur sigur, Kolbeinn Höður UFA sigraði á 48,58sek og Jóhann Björn í 2. sæti á 49,22sek.
Lesa meira

Gautaborgarleikarnir 27.-29. júní

Gautaborgarleikarnir í frjálsíþróttum fara fram dagana 27.-29. júní. 30 keppendur frá UMSS mæta til leiks. Á fyrsta degi mótsins, náði Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir glæsilegum árangri í hástökki kvenna, þegar hún stökk 1,67m sem er nýtt skagfirskt héraðsmet.
Lesa meira

Ísland upp í 2. deild EM í frjálsum

Ætlunarverkið tókst hjá íslenska landsliðinu í frjálsíþróttum. Í keppni 3. deildar Evrópu sigraði Kýpur, Ísland varð í 2. sæti, en Ísrael í 3. sæti af 15 liðum í deildinni. Tvö efstu liðin færast í 2. deild. Einn af hápunktum keppninnar var glæsilegt Íslandsmet okkar manns og félaga hans í 4x100m boðhlaupi karla.
Lesa meira

4. Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Húsavík helgina 20.-22 júní. Mótið nýtur sívaxandi vinsælda og er gott innlegg fyrir þá sem langar að hreyfa sig og keppa.
Lesa meira

Frjálsíþróttalandsliðið er í Georgíu

Íslenska frjálsíþróttalandsliðið keppir nú um helgina, 21.-22. júní, í 3. deild Evrópukeppni landsliða, sem fram fer í Tiblisi í Georgíu. Liðið hefur einsett sér að vinna sig upp um deild. Skagfirðingar eiga tvo fulltrúa í landsliðshópnum.
Lesa meira

Enn bætir Jóhann Björn metin

Jóhann Björn Sigurbjörnsson, spretthlaupari úr Tindastól/UMSS, setti nýtt Íslandsmet 22 ára og yngri í 200m hlaupi á Sumarmóti UMSS á Sauðárkróksvelli 15. júní.
Lesa meira