Fréttir

Fyrirmyndardeild ÍSÍ

Í gær fékk körfuboltadeild Tindastóls endurnýjun á viðurkenningu sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ.
Lesa meira

Fjáröflun 10.fl. pilta og stúlkna

Jólagjöfin fyrir stuðningsmenn Tindastóls í ár!
Lesa meira

Haukarnir voru sýnd veiði en ekki gefin

Tindastóll og Haukar mættust í Síkinu í kvöld í 3. umferð Dominos-deildarinnar. Venju samkvæmt mættu Ívar Ásgríms og undirsátar grjótharðir til leiks og gáfu Stólunum leik en frábær vörn Tindastóls í þriðja leikhluta gaf þægilegar körfur og heimamenn komu sér í frábæra stöðu sem gestirnir náðu ekki að vinna á. Lokatölur 79-61.
Lesa meira

Grindavíkurstúlkurnar reyndust sterkari á síðustu metrunum

Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli spilaði sinn fyrsta heimaleik í nokkur ár þegar þær tóku á móti liði Grindavíkur í 1. deild kvenna í Síkinu í dag. Leikurinn var lengstum jafn og spennandi en þriðji leikhlutinn reyndist heimastúlkum erfiður eftir að hafa leitt mest allan fyrri hálfleik. Lokamínúturnar voru þó æsispennandi því uppgjöf var aldrei inni í myndinni hjá Stólastúlkum. Þær urðu þó að sætta sig við tap á endanum, lokatölur 78-85 fyrir gestina.
Lesa meira

Valsmenn teknir á beinið

Tindastólsmenn skutust suður í dag og léku við lið Vals í annarri umferð Dominos-deildarinnar. Stólarnir tóku snemma forystuna og unnu að lokum auðveldan sigur en það var í þriðja leikhluta sem strákarnir léku öldungis prýðilega og skildu Valsarana eftir í spólrykinu. Lokatölur 73-93.
Lesa meira

Tap hjá Stólastúlkum í fyrsta leik

Tindastólsstúlkur sóttu heim Fjölni í Grafarvogi sl. laugardag í 1. deild kvenna í körfubolta en Tindastóll hefur ekki teflt fram liði í meistaraflokki síðan tímabilið 2014-2015. Stelpurnar komu Fjölniskonum, sem spáð er sigri í deildinni, á óvart með hörkuleik framan af en reynslan og breiddin hjá heimakonum sagði til sín þegar á leið og þær grafvogsku unnu að lokum öruggan sigur. Lokatölur 106-75.
Lesa meira

Þórsarar sigraðir í Síkinu

Dominos-deildin í körfuknattleik hófst í kvöld og lið Tindastóls fékk Þór Þorlákshöfn í heimsókn en liðunum er spáð misjöfnu gengi í vetur. Stólarnir náðu frábærum kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir bjuggu til heilbrigt forskot og það náðu gestirnir aldrei að brúa þó svo að þeir næðu að vinna sig inn í leikinn á ný. Lokatölur 85-68 í leik þar sem Urald King og Dino Butorac voru atkvæðamestir í liði Tindastóls.
Lesa meira

Körfuboltaæfingar hjá Unglingaráði kkd. Tindastóls eru hafnar

Körfuboltaæfingar hjá Unglingaráði kkd. Tindastóls eru hafnar og skráningar eru opnar til 20. sept. 2018.
Lesa meira

Æfingar í körfu fyrir börn og unglinga

Körfubolta æfingar hjá Unglingaráði körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefjast 4. júní nk.
Lesa meira

KR marði sigur í geggjuðum körfuboltaleik

Tindastóll og KR buðu upp á naglbít fyrir troðfullu Síkinu í kvöld í leik sem bauð upp á flest það sem áhorfendur vildu sjá – nema auðvitað vitlaus úrslit því það voru gestirnir úr Vesturbænum sem fóru með sigur af hólmi eftir glæsilega/hörmulega flautukörfu frá Brynjari Þór af öllum mönnum. Já, Guðirnir eru ekki alltaf í stuði. KR-ingar virtust hafa tryggt sér sigur með frábærum kafla seint í leiknum en Stólarnir kröfsuðu sig inn í leikinn í blálokin og besti maður vallarins, Pétur Birgis, jafnaði með þristi þegar 26 sekúndur voru eftir. En Brynjar átti síðasta orðið og KR er nú með 2-1 forystu í einvígi liðanna. Lokatölur leiksins voru 75-77.
Lesa meira