Fréttir

Grindavíkurstúlkurnar reyndust sterkari á síðustu metrunum

Meistaraflokkur kvenna hjá Tindastóli spilaði sinn fyrsta heimaleik í nokkur ár þegar þær tóku á móti liði Grindavíkur í 1. deild kvenna í Síkinu í dag. Leikurinn var lengstum jafn og spennandi en þriðji leikhlutinn reyndist heimastúlkum erfiður eftir að hafa leitt mest allan fyrri hálfleik. Lokamínúturnar voru þó æsispennandi því uppgjöf var aldrei inni í myndinni hjá Stólastúlkum. Þær urðu þó að sætta sig við tap á endanum, lokatölur 78-85 fyrir gestina.
Lesa meira

Valsmenn teknir á beinið

Tindastólsmenn skutust suður í dag og léku við lið Vals í annarri umferð Dominos-deildarinnar. Stólarnir tóku snemma forystuna og unnu að lokum auðveldan sigur en það var í þriðja leikhluta sem strákarnir léku öldungis prýðilega og skildu Valsarana eftir í spólrykinu. Lokatölur 73-93.
Lesa meira

Tap hjá Stólastúlkum í fyrsta leik

Tindastólsstúlkur sóttu heim Fjölni í Grafarvogi sl. laugardag í 1. deild kvenna í körfubolta en Tindastóll hefur ekki teflt fram liði í meistaraflokki síðan tímabilið 2014-2015. Stelpurnar komu Fjölniskonum, sem spáð er sigri í deildinni, á óvart með hörkuleik framan af en reynslan og breiddin hjá heimakonum sagði til sín þegar á leið og þær grafvogsku unnu að lokum öruggan sigur. Lokatölur 106-75.
Lesa meira

Þórsarar sigraðir í Síkinu

Dominos-deildin í körfuknattleik hófst í kvöld og lið Tindastóls fékk Þór Þorlákshöfn í heimsókn en liðunum er spáð misjöfnu gengi í vetur. Stólarnir náðu frábærum kafla í fyrri hálfleik þar sem þeir bjuggu til heilbrigt forskot og það náðu gestirnir aldrei að brúa þó svo að þeir næðu að vinna sig inn í leikinn á ný. Lokatölur 85-68 í leik þar sem Urald King og Dino Butorac voru atkvæðamestir í liði Tindastóls.
Lesa meira

KR marði sigur í geggjuðum körfuboltaleik

Tindastóll og KR buðu upp á naglbít fyrir troðfullu Síkinu í kvöld í leik sem bauð upp á flest það sem áhorfendur vildu sjá – nema auðvitað vitlaus úrslit því það voru gestirnir úr Vesturbænum sem fóru með sigur af hólmi eftir glæsilega/hörmulega flautukörfu frá Brynjari Þór af öllum mönnum. Já, Guðirnir eru ekki alltaf í stuði. KR-ingar virtust hafa tryggt sér sigur með frábærum kafla seint í leiknum en Stólarnir kröfsuðu sig inn í leikinn í blálokin og besti maður vallarins, Pétur Birgis, jafnaði með þristi þegar 26 sekúndur voru eftir. En Brynjar átti síðasta orðið og KR er nú með 2-1 forystu í einvígi liðanna. Lokatölur leiksins voru 75-77.
Lesa meira

Eru ekki allir í stuði!?

Var einhver Skagfirðingur ekki stoltur af Stólunum í kvöld? Í kvöld geystust Tindastólsmenn í DHL-höll Íslandsmeistara KR, eftir hörmulegt tap í fyrsta leiknum um Íslandsmeistaratitilinn, en nú buðu þeir heimamönnum upp á baráttu um hvern einasta fersentimetra í húsinu. Og það var bara annað liðið til í slaginn. Stólarnir náðu upp sömu mögnuðu stemningunni og í bikarúrslitunum fyrr í vetur og það þrátt fyrir að Hester væri ekki með sökum meiðsla. KR gafst í raun upp í byrjun síðari hálfleiks og máttu þola tap gegn Stólunum. Lokatölur 70-98.
Lesa meira

Því miður sýndu meistararnir meistaratakta í Síkinu

KR kom, sá og sigraði örugglega í Síkinu í kvöld þegar þeir mættu einbeittir til leiks og sýndu lemstruðum Tindastólsmönnum hvar Davíð keypti ölið. Þeir nýttu sér hvern einasta dropa af reynslutanknum og eftir hressilegar upphafsmínútur skelltu þeir í lás í vörninni og Stólarnir fundu ekki neistann né taktinn í troðfullu Síki þar sem forseti Íslands, hr. Guðni Jóhannesson, var á meðal áhorfenda. Lokatölur voru 54-75 fyrir KR og ljóst að meistararnir eru spólg***ir.
Lesa meira

Húrra Tindastóll og húrra ÍR!

Tindastólsmönnum tókst ætlunarverkið. Strákarnir okkar eru komnir í úrslitin eftir að hafa slegið ÍR út í kvöld í snargeggjuðum körfuboltaleik í Síkinu. Þetta var leikurinn þar sem spennan og stemningin braut alla skala – hér var botnstillingin ekki tíu heldur ellefu. Dramatíkin var ekki síðri og menn eiga örugglega eftir að tala lengi um Troðsluna© frá Davenport í Skagafirði. Maður lifandi! Lokatölur voru 90-87 þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndunni.
Lesa meira

Stólarnir hnykluðu vöðvana í Hellinum

ÍR og Tindastóll mættust í þriðja skiptið í einvígi sínu í undanúrslitum Dominos-deildarinnar í Breiðholtinu í kvöld. Hvort lið hafði unnið einn leik en að þessu sinni voru það Tindastólsmenn sem voru ákveðnari og spiluðu betur en lið ÍR. Það var þó ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem Stólarnir slitu sig frá heimamönnum og með Hester og Sigtrygg Arnar í banastuði náðu strákarnir aftur yfirhöndinni í rimmu liðanna. Lokatölur í leiknum voru 69-84 en liðin mætast í fjórða leiknum hér heima í Síkinu næstkomandi föstudagskvöld.
Lesa meira

ÍR jafnaði rimmuna í hörku leik

Leikmenn ÍR komu vel stemmdir til leiks er þeir mættu Stólunum í kvöld í öðrum leik þeirra í úrslitakeppninni í Domino´s deildarinnar í körfubolta. Eftir mikinn baráttuleik uppskáru gestirnir úr Breiðholtinu sanngjarnan sigur yfir heimamönnum með 106 stigum gegn 97.
Lesa meira