Dósa- og flöskusöfnun Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Í dag 4. desember munu börn og unglingar frá Unglingaráði körfuknattleiksdeildar Tindastóls ganga í hús og safna flöskum og dósum.

Krakkarnir verða á ferðinni milli kl. 17:00 – 20:00.

Sé enginn heima, en áhugi á að styðja við starfið hjá krökkunum má skilja eftir poka með flöskum úti við á tröppum með miða, merkt Tindastól. 
Við vonum að þið takið vel á móti krökkunum.
Vilji svo til að enginn komi til þín þennan dag en áhugi á að losna við flöskur má koma með þær í Vörumiðlun þegar flöskumóttakan er opin og láta ágóðann renna til Unglingaráðs kt. 640816-0740 reikn. 0310-26-003900.