Fréttir

Bikarmeistararnir sóttu tvö stig norður á Akureyri

Bikarmeistarar Tindastóls héldu til Akureyrar í gær þar sem þeir mættu liði Þórs í fyrsta leik sínum eftir partíið í Laugardalshöllinni. Oft mæta menn til leiks hálf timbraðir eftir stóra sigra eins og í bikar en Stólarnir byrjuðu vel gegn Þórsurum og náðu yfirhöndinni í leiknum. Þrátt fyrir að Akureyringar næðu að velgja Tindastólsmönnum undir uggum í síðari hálfleik þá héldu strákarnir haus og tryggðu sér sigur, 72-77, og eru nú í 2.–4. sæti í Dominos-deildinni eftir leiki gærkvöldsins.
Lesa meira

Æfingatafla yngri flokka

Hér má sjá æfingatöflu og þjálfara í yngri flokkum í körfu
Lesa meira

Tindastóll vinnur fyrsta stóra titilinn eftir magnaða frammistöðu gegn KR

Það var þvílík veisla sem Tindastólsmenn buðu upp á í Laugardalshöllinni í dag þegar liðið bar sigurorð af meistaraliði KR og vann þar með fyrsta stóra titilinn í sögu Tindastóls. Allir leikmenn voru uppnumdir af leikgleði, jákvæðni, baráttu og ekki síst samkennd þannig að það hljóta allir sem á leikinn horfðu að hafa smitast af smá krókódílarokki. Lið KR átti aldrei svar, aldrei séns, gegn Stólunum í dag. Tindastóll var yfir frá fyrstu mínútu og unnu að lokum annan stærsta sigurinn í sögu bikarúrslita KKÍ. Lokatölur 69-96.
Lesa meira

Miðasala fyrir úrslitaleikinn

Hér að neðan kemur linkur til að kaupa sér miða á úrslita leikinn gegn KR í höllinni á morgun https://tix.is/is/specialoffer/tickets/5446/
Lesa meira

Stólarnir í úrslit Maltbikarsins eftir draumaleik Arnars

Tindastóll og Haukar mættust í Laugardalshöllinni í kvöld í undanúrslitum Maltbikarsins. Stólarnir höfðu yfirhöndina mest allan leikinn og fögnuðu að lokum af krafti sætum sigri á toppliði Dominos-deildarinnar, Lokatölur voru 85-75 en atkvæðamestur í liði Tindastóls var Sigtryggur Arnar sem gerði 35 stig og tók 11 fráköst í sannkölluðum draumaleik. Andstæðingar Stólanna í Höllinni á laugardaginn verður lið KR.
Lesa meira

Tindastólsmenn léku við hvurn sinn fingur gegn Völsurum

Valsmenn komu norður í Síkið í gærkvöldi og léku við lið Tindastóls sem þurfti nauðsynlega að ná sér á strik eftir dapra frammistöðu gegn ÍR á dögunum. Það gekk eftir því Stólarnir hafa sennilega átt einn sinn albesta leik í vetur, vörnin var frábær og sóknarleikurinn oft á tíðum glimrandi þannig að Valsmenn virtust vart vita á köflum á hvora körfuna þeir áttu að sækja. Allir leikmenn Tindastóls komust á blað og niðurstaðan sterkur sigur, lokatölur 103-67.
Lesa meira

Sem betur fer eru ekki alltaf jólin

Tindastólsmenn héldu í Breiðholtið í gær og léku við spræka ÍR-inga í Dominos-deildinni. Reiknað var með hörkuleik eins og oftast þegar þessi lið mætast og sú varð raunin. Heimamenn höfðu þó undirtökin nánast allan leikinn en sigruðu hálf slappt lið Tindastóls sem á það til að sýna sínar verri hliðar í kjölfar jóla. Lokatölur 83-75 fyrir ÍR.
Lesa meira

Jólafrí í körfunni

Jólafrí í körfunni hafið
Lesa meira

Stólarnir náðu ekki að slökkva á Loga

Ekki náðu Tindastólsmenn að hrista af sér KR-slenið þegar Njarðvíkingar mættu í Síkið í gærkvöldi. Gestirnir áttu hörkuleik og sérstaklega lék Logi Gunn við hvern sinn fingur og gerði Stólunum lífið leitt. Einhvern neista vantaði í lið heimamanna sem voru án Chris Caird og Axels auk þess sem Björgvin virtist vera í einhverju straffi hjá Martin og kom ekki við sögu. Lokatölur voru 93-100 fyrir Njarðvík og vonandi ná Stólarnir að rétta úr kútnum áður en lið ÍR kemur í heimsókn í Maltbikarnum á mánudag.
Lesa meira

Ung og efnileg

Þjálfarar yngri flokka landsliða hafa valið hóp til þess að æfa um jólin og eigum við Tindastóls menn nokkra leikmenn þar
Lesa meira