Fyrirmyndardeild ÍSÍ

Viðar Sigurjónsson ÍSÍ veitir Ingólfi Jóni Geirssyni formanni körfuknattleiksdeildar Tindastóls endu…
Viðar Sigurjónsson ÍSÍ veitir Ingólfi Jóni Geirssyni formanni körfuknattleiksdeildar Tindastóls endurnýjun á viðurkenningu Fyrirmyndardeild ÍSÍ, á myndinni eru einnig iðkendur frá Unglingaráði kkd. Tindastóls. Mynd: Hjalti Árnason.

Körfuknattleiksdeild Tindastóls fékk endurnýjun á viðurkenningu sem Fyrirmyndardeild ÍSÍ í hálfleik leiks meistaraflokks karla við Grindavík, í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki fimmtudaginn 8. nóvember síðastliðinn.  Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti formanni deildarinnar Ingólfi Jóni Geirssyni viðurkenninguna.