Fréttir

Stólarnir sýndu alvöru karakter í Síkinu

Fyrsti leikurinn í einvígi Tindastóls og Grindavíkur fór fram í Síkinu í gærkvöldi og reyndist æsispennandi. Stemningin var mögnuð frá fyrstu mínútu og jókst með hverri mínútunni sem leið. Stólunum tókst að jafna skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma með ótrúlegri blakkörfu Arnars og í framlengingu reyndust heimamenn sterkari og sigruðu að lokum 96–92 og náðu því yfirhöndinni í rimmu liðanna.
Lesa meira

Pétur í úrvalsliði síðari umferðar Dominos-deildarinnar

Síðasta umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta var leikin sl. fimmtudagskvöld og luku Tindastólsmenn keppni með góðum sigri gegn Stjörnunni. Líkt og oft áður í vetur átti landsliðskappinn og leikstjórnandi Tindastóls, Pétur Rúnar Birgisson, góðan leik líkt og var í hinum ágæta skemmtiþætti, Dominos-kvöldi á Stöð2Sport, valinn í úrvalslið Dominos-deildarinnar í seinni umferð deildarkeppninnar.
Lesa meira

Þriðja sætið staðreynd eftir stórsigur á Stjörnunni

Tindastóll og Stjarnan mættust í lokaumferð Dominos-deildarinnar í Síkinu í kvöld. Stólarnir höfðu tapað í tvíframlengdum steinbít í Njarðvík á mánudagskvöldið en í sömu umferð höfðu Garðbæingar kjöldregið Keflvíkinga. Það var því mikilvægt fyrir Stólana að eiga góðan leik í kvöld og komast á sigurbraut fyrir úrslitakeppnina. Það gerðu þeir svo sannarlega eftir flotta frammistöðu í síðari hálfleik og niðurstaðan tuttugu stiga sigur. Lokatölur 87-67.
Lesa meira

Snilldarleikur Stólanna gegn gömlu góðu Vesturbæingunum

Stórleikur 20. umferðar Dominos-deildarinnar fór fram í Síkinu í kvöld. Óhætt er að segja að mikil eftirvænting hafi ríkt hjá stuðningsmönnum Tindastóls fyrir leikinn og stemningin í Síkinu sjóðheit og hressandi. Leikurinn reyndist hin besta skemmtun fyrir heimamenn sem fóru á kostum í vörn og sókn og sigruðu Íslandsmeistara KR af fádæma öryggi. Lokatölur 105–80 og allir með!
Lesa meira

Sterkur sigur í erfiðum leik fyrir austan

Tindastóll og Höttur mættust á Egilsstöðum í gærkvöldi í 19. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Hattarmenn urðu að sigra til að halda fárveikri von sinni um að halda sæti sínu í deildinni á lífi en Stólarnir berjast sem fyrr á toppi deildarinnar. Leikurinn einkenndist af góðum varnarleik beggja liða en þó sérstaklega Tindastóls sem gerðu heimamönnum afar erfitt fyrir. Stólarnir nýttu hinsvegar illa sín færi en Pétur átti enn einu sinni toppleik og fór fyrir sínum mönnum í góðum sigri. Lokatölur 68–80.
Lesa meira

Þórsarar lagðir í Þorlákshafnarparket í jöfnum leik

Tindastólsmenn léku við Þór Þolákshöfn í Þorlákshöfn í gærkvöldi og máttu lítið við því að misstíga sig í toppbaráttu Dominos-deildarinnar. Eftir strembinn fyrri hálfleik voru Stólarnir síðan yfirleitt feti framar í jöfnum og spennandi síðari hálfleik og reyndust heimamönnum öflugri á síðustu mínútunum. Lokatölur 85-89 fyrir Tindastól.
Lesa meira

Pétur frábær í klikkuðum körfuboltaleik í Síkinu

Tindastóll og Keflavík mættust í stórskemmtilegum og undarlega sveiflukenndum leik í Síkinu í kvöld. Stólarnir spiluðu á löngum köflum hreint frábærlega en Keflvíkingar sýndu úr hverju þeir eru gerðir og náðu ótrúlegum köflum þar sem þeir átu upp forskot Stólanna á örskotsstundu. Leikmenn Tindastóls héldu þó út og fögnuðu góðum sigri að lokum í leik þar sem Pétur og Hester fóru á kostum. Lokatölur 101–93.
Lesa meira

Haukarnir höfðu betur í Hafnarfirði

Tindastólsmenn héldu suður í Hafnarfjörðinn í gær þar sem liðið spilaði við Hauka. Stólarnir voru vel inni í leiknum fram yfir miðjan þriðja leikhluta en þá kom átta mínútna kafli þar sem liðið gerði aðeins fjögur stig á meðan heimamenn röðuðu niður körfum eins og enginn væri morgundagurinn og náðu mest 24 stiga forystu. Stólarnir klóruðu lítillega í bakkann áður en leiktíminn rann út en lokastaðan var 91-73.
Lesa meira

Mikilvægur liðssigur gegn Grindvíkingum í Síkinu

Tindastóll og Grindavík mættust í Síkinu í gærkvöldi í Dominos-deildinni í körfubolta. Reiknað var með spennandi leik og sú varð raunin en það voru Tindastólsmenn sem voru sprækari og spiluðu ágæta vörn allan leikinn en það var helst Nathan Bullock sem reyndist verulega erfiður viðureignar í liði Grindavíkur. Stólarnir náðu yfirhöndinni undir lok annars leikhluta og héldu forystunni allt til loka. Niðurstaðan góður sigur, 94-82.
Lesa meira

Bikarmeistararnir sóttu tvö stig norður á Akureyri

Bikarmeistarar Tindastóls héldu til Akureyrar í gær þar sem þeir mættu liði Þórs í fyrsta leik sínum eftir partíið í Laugardalshöllinni. Oft mæta menn til leiks hálf timbraðir eftir stóra sigra eins og í bikar en Stólarnir byrjuðu vel gegn Þórsurum og náðu yfirhöndinni í leiknum. Þrátt fyrir að Akureyringar næðu að velgja Tindastólsmönnum undir uggum í síðari hálfleik þá héldu strákarnir haus og tryggðu sér sigur, 72-77, og eru nú í 2.–4. sæti í Dominos-deildinni eftir leiki gærkvöldsins.
Lesa meira