Fréttir

Unglingaflokkur í undanúrslit

Unglingaflokkur Tindastóls sigraði KR 105-100 í kvöld og er þar með kominn í undanúrslit íslandsmótsins.
Lesa meira

Unglingaflokkur karla - 8-liða úrslit

Unglingaflokkur karla tekur á móti KR-ingum í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í kvöld kl. 19:30 í 8-liða úrslitum íslandsmótsins.
Lesa meira

Drengjaflokkur í undanúrslit íslandsmótsins

Drengjaflokkur komst í kvöld í undanúrslit íslandsmótsins með auðveldum sigri á Njarðvíkingum 97-53.
Lesa meira

M.fl.karla

Mark Magee, 24 ára gamall enskur sóknar- og miðvallarleikmaður hefur gengið í raðir Tindastóls. Magee lék með u16 og u18 ára liðum Bristol City en fór til Bandaríkjanna árið 2010 þar sem hann lék með Rockhurst háskólanum. Magee kemur til Íslands í lok apríl.
Lesa meira

8-liða úrslit - Drengjaflokkur

Í kvöld kl.19:30 leikur drengjaflokkur Tindastóls við Njarðvíkinga í átta liða úrslitum hér heima. Hvetjum alla til að mæta og styðja strákana áfram í undanúrslitin. Áfram Tindastóll !
Lesa meira

M.fl.karla

Frá knattspyrnudeild Tindastóls Tindastóll hefur fengið til sín Jose Figura, 21 árs gamlan enskan leikmann sem lék með Redbridge háskólanum frá 2009 – 2011. Jose Figura er miðvallarleikmaður og mun koma til landsins í lok aprílmánaðar.
Lesa meira

M.fl.karla

M.fl. karla lék tvo leiki um helgina og báða á Akureyri. Fyrri leikurinn var við Dalvík/Reyni og tapaðist hann 1-2. Seinni leikurinn var við Völsung og endaði hann með jafntefli 2 - 2
Lesa meira

Frjálsíþróttir á ULM 2014

Fundur verður haldinn þriðjudaginn 8. apríl kl. 20:00 í Vallarhúsinu á Sauðárkróki. Fjallað verður um framkvæmd keppni í frjálsíþróttum á ULM 2014, sem fram fer á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Allt áhugafólk er hvatt til að mæta.
Lesa meira

M.fl.karla

Markvörðurinn Sebastian Furness mun ekki leika með liði Tindastóls í 1.deildinni í sumar. Alvarleg veikindi í fjölskyldu hans gera það að verkum að hann mun ekki koma til landsins en Tindastóll hafði samið við hann um að leika með liðinu þriðja árið í röð. Sebastian var fyrirliði liðsins á síðasta ári enda frábær einstaklingur í alla staði. Í vetur var hann ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins fyrir komandi tímabil og miklar vonir og væntingar bundnar við þennan góð liðsmann og félaga. Nú hafa því miður orðið breytingar og ljóst að hann mun ekki leika með liðinu í ár. Hugur leikmanna og stuðningsmanna Tindastóls er hjá fjölskyldu hans.
Lesa meira

M.fl.karla

Markvörðurinn Sebastian Furness mun ekki leika með liði Tindastóls í 1.deildinni í sumar. Alvarleg veikindi í fjölskyldu hans gera það að verkum að hann mun ekki koma til landsins en Tindastóll hafði samið við hann um að leika með liðinu þriðja árið í röð. Sebastian var fyrirliði liðsins á síðasta ári enda frábær einstaklingur í alla staði. Í vetur var hann ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins fyrir komandi tímabil og miklar vonir og væntingar bundnar við þennan góð liðsmann og félaga. Nú hafa því miður orðið breytingar og ljóst að hann mun ekki leika með liðinu í ár. Hugur leikmanna og stuðningsmanna Tindastóls er hjá fjölskyldu hans.
Lesa meira