30.11.2023
Magnús Helgason
Aðalfundur Knattspyrnudeildar og Barna og unglingaráðs knd. Tindastóls verður haldinn 6. desember nk. í Vallarhúsinu á Sauðárkróki kl. 20. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins. Allir velunnarar knattspyrnudeildarinnar eru hvattir til að mæta.
Lesa meira
27.11.2023
Þóra Lisebet Gestsdóttir
Sundhaustið hefur gengið vel hjá sundgörpunum okkar, og er alltaf mikið líf og fjör á æfingum.
Veðrið hefur að mestu leyti verið okkur hliðhollt, þó það sýni smá derring annað slagið, enda veturinn farinn að láta kræla á sér. Sundgarparnir okkar eru þó algjörir naglar og láta ekki smá norðanstorm og éljagang koma í veg fyrir góðan sundsprett.
Krakkarnir hafa tekið góðum framförum í haust og er alltaf ánægjulegt að sjá gleðina sem fylgir því að öðlast nýja færni og meira öryggi í vatninu.
Á hrekkjavökunni var haldið heljarinnar froðupartý með allskyns kynjaverum í pottinum, og var fjörið svo mikið að hluti skagfirðingabrautar varð hvítur af froðu-hnoðrum, en vindurinn aðstoðaði þó aðeins við það.
Nú hefst aðventan innan skamms, og munum við halda ótrauð áfram fram að jólafríi.
Til að gæta öryggis minnum við á mikilvægi þess að börn með sítt hár hafi með sér hárteygju. En þónokkuð hefur verið um að sítt hár fari í öndunarfæri barnanna og getur það skapað hættu í vatninu.
Bestu kveðjur úr sundinu, þjálfarar
Lesa meira
08.11.2023
Grétar Karlsson
Lesa meira
29.10.2023
Grétar Karlsson
Lesa meira
22.10.2023
Grétar Karlsson
Lesa meira
15.10.2023
Grétar Karlsson
Lesa meira
11.10.2023
Thelma Knútsdóttir
Jæja gott fólk, sumarið flaug fram hjá okkur eins og örugglega mörgum öðrum. Margt var þó um að vera í heimi frjálsíþrótta bæði heima og úti í heimi.
Við þurfum því nú að spýta aðeins í lófanna og reyna að telja upp hvað okkar iðkendum tókst að framkvæma í sumar.
Lesa meira
04.10.2023
Sigríður Inga Viggósdóttir
Tindastóll lék seinni leik sinn í forkeppni FIBA Europe Cup í kvöld þegar liðið mætti kósovóska liðinu BC Trepca. Trepca eru silfurhafar kósovósku deildarinnar og hafa tekið þátt í Evrópukeppni undanfarin ár.
Leikurinn í kvöld var barátta frá fyrstu mínútu og Tindastólsmenn sýndu strax að þeir ætluðu að selja sig dýrt. Barátta strákanna skilaði þeim verðskuldaðri 5 stiga forystu í hálfleik. Kósovóarnir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og þjörmuðu að Tindastólspiltunum með sínum þekkta líkamlega styrk. Í fjórða leikhluta sigu þeir aðeins lengra fram úr og þá fóru einnig að sjást merki þess að annað liðið hafði spilað leik kvöldið áður en hitt var að spila sinn fyrsta leik í forkeppninni.
Lesa meira
04.10.2023
Gunnar Traustason
Í dag, miðvikudaginn 4. október leikur Tindastóll sinn annan leik í forkeppni FIBA Europe Cup.
Lesa meira
03.10.2023
Sigríður Inga Viggósdóttir
Það var sannarlega stór stund í sögu körfuknattleiksdeildar Tindastóls í kvöld þegar karlalið félagsins lék í Evrópukeppni í fyrsta sinn og stóð sig frábærlega, sigraði heimamenn í Pärnu í Eistlandi 69-62.
Það var Sigtryggur Arnar Björnsson sem skoraði fyrstu körfu Tindastóls við mikinn fögnuð rúmlega 50 áhorfenda sem fylgdu Tindastólsliðnu til Pärnu. Körfurnar létu þó á sér standa í fyrri hálfleik og urðu stigin 26 áður en gengið var til búningsklefa en vörnin sem var frábær hélt gestunum í 35 stigum.
Lesa meira