Fréttir

Gautaborgarleikarnir 27.-29. júní

Gautaborgarleikarnir í frjálsíþróttum fara fram dagana 27.-29. júní. 30 keppendur frá UMSS mæta til leiks. Á fyrsta degi mótsins, náði Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir glæsilegum árangri í hástökki kvenna, þegar hún stökk 1,67m sem er nýtt skagfirskt héraðsmet.
Lesa meira

Myron Dempsey til liðs við Tindastól

Telur stjórn Kkd að endanleg mynd sé að verða komin á mannskapinn fyrir leiktíðina
Lesa meira

Ísland upp í 2. deild EM í frjálsum

Ætlunarverkið tókst hjá íslenska landsliðinu í frjálsíþróttum. Í keppni 3. deildar Evrópu sigraði Kýpur, Ísland varð í 2. sæti, en Ísrael í 3. sæti af 15 liðum í deildinni. Tvö efstu liðin færast í 2. deild. Einn af hápunktum keppninnar var glæsilegt Íslandsmet okkar manns og félaga hans í 4x100m boðhlaupi karla.
Lesa meira

4. Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á Húsavík helgina 20.-22 júní. Mótið nýtur sívaxandi vinsælda og er gott innlegg fyrir þá sem langar að hreyfa sig og keppa.
Lesa meira

Frjálsíþróttalandsliðið er í Georgíu

Íslenska frjálsíþróttalandsliðið keppir nú um helgina, 21.-22. júní, í 3. deild Evrópukeppni landsliða, sem fram fer í Tiblisi í Georgíu. Liðið hefur einsett sér að vinna sig upp um deild. Skagfirðingar eiga tvo fulltrúa í landsliðshópnum.
Lesa meira

Enn bætir Jóhann Björn metin

Jóhann Björn Sigurbjörnsson, spretthlaupari úr Tindastól/UMSS, setti nýtt Íslandsmet 22 ára og yngri í 200m hlaupi á Sumarmóti UMSS á Sauðárkróksvelli 15. júní.
Lesa meira

Héraðsmót UMSS 17.júní 2014

Áskorun til einstaklinga, fyrirtækja í Skagafirði og deilda innan Tindastóls um að taka þátt í boðsundi og einstaklingsgreinum á Héraðsmóti UMSS 17. júní 2014, í Sauðárkrókslaug. Mótið hefst kl. 10.30 en upphitun hefst kl.10:00. Það eru fjórir keppendur í hverri boðsundssveit, það mega vera blönduð lið (kk og kvk) og þarf hver keppandi að synda 50m frjálst sund. - Síðasti skráningardagur er til miðnættis 15. júní: sund@tindastoll.is....ofl. Kveðja! Stjórn sunddeildar Tindastóls
Lesa meira

Íslandsmet Jóhanns Björns

Jóhann Björn Sigurbjörnsson, spretthlaupari úr Tindastól/UMSS, sigraði í 100m og 400m hlaupum á Vormóti ÍR sem fram fór í Reykjavík 11. júní. Í 100m hlaupinu setti hann glæsilegt Íslandsmet í flokki 19 ára og yngri, bætti 26 ára gamalt met Jóns Arnars Magnússonar.
Lesa meira

Upplýsingar um greinar á Héraðsmót UMSS 17.júní

Héraðsmót UMSS 17.júní 2014 Keppt verður í eftirfarandi greinum bæði í kvenna- og karlaflokki, : opnir flokkar. 200 m fjórsund 100 m baksund 100 m flugsund 100 m bringusund 100 m skriðsund 500 m skriðsund Kerlingin og Grettisbikarinn. 4x 50 boðsund blönduð lið. Fyrsta keppnin var háð árið 1940 og er þetta því sjötugasta og fjórða aldursár keppninnar.
Lesa meira

Sumarmót UMSS í frjálsíþróttum

Sumarmót UMSS fer fram á Sauðárkróksvelli sunnudaginn 15. júní og hefst kl. 13. Keppt verður í aldursflokkum frá 12 ára aldri.
Lesa meira