09.06.2014
Það viðraði vel til knattspyrnuiðkunar á JÁVERK-vellinum á Selfossi í dag þegar Selfoss tók á móti Tindastól í 1. deild karla.
Lesa meira
07.06.2014
Tindastóll og Darrel Keith Lewis hafa komist að samkomulagi um að Lewis verði leikmaður Tindastóls á næsta tímabili.
Lesa meira
06.06.2014
1.deild karla 5.júní á Akureyri
Heimamenn í KA sigruðu Tindastól örugglega 4-0 á KA-velli í kvöld. Leikurinn var mikil skemmtun og var mikill hiti í leiknum. Þar sem sjö gul og eitt rautt litu dagsins ljós.
KA menn voru ekki lengi að komast yfir í leiknum. Strax á 8.mínútu fékk Stefán Þór Pálsson boltann í vítateignum og skaut föstu skoti uppi í þaknetið og staðan því 1-0 fyrir KA. Þetta var fyrsta mark Stefáns fyrir KA en hann er í láni frá Breiðabliki.
Á 20 mínútu varð svo umdeilt atvik. Stefán Þór Pálsson var að sleppa í gegn þegar Kári Eiríksson tók hann niður. Hann slapp með gult en það má deila um hvort rautt spjald hefði verið réttur dómur. Aðeins 10 mínútum síðar fékk Kári Eiríksson sitt annað gula spjald og þurftu gestirnir að leika manni færri í 60 mínútur.
KA menn héldu áfram að sækja en náðu ekki að bæta við marki í fyrri hálfleik og staðan því 1-0 þegar flautað var til leikhlés. Heimamenn héldu svo áfram að sækja og á 64.mínútu kom annað mark þeirra. Hallgrímur Mar skoraði þá eftir mistök í vörn gestanna. Tveimur mínútum síðar fengu heimamenn svo víti þar sem Hallgrímur Mar var aftur á ferðinni og skoraði. Staðan því orðinn 3-0 fyrir heimamenn.
Úlfar Valsson skoraði svo seinasta mark heimamanna með skalla eftir góðan undirbúning frá Hallgrími Mar, en þetta var fyrsti leikur hans fyrir KA. Lokatölur 4-0 og sannfærandi sigur heimamanna staðreynd. Eftir leikinn er KA í 8.sæti með þrjú stig en Tindastóll í því neðsta með tvö stig.
( fotbolti.net )
Lesa meira
05.06.2014
Fimm leikmenn okkar hafa skrifað undir samningvið knattspyrnudeildina. Þetta eru þeir Fannar Freyr Gíslason, Óskar Smári Haraldsson,Ivar Guðlaugur Ívarsson, Kirstinn J. Snjólfsson og Björn Anton Guðmundsson. Það var Snorri Geir Snorrason formaður m.fl. ráðs karla sem skrifaði undir f.h. deildarinnar.
Lesa meira
02.06.2014
Jóhann Björn Sigurbjörnsson sigraði í 2 greinum á Vormóti UFA sem fram fór á Akureyri laugardaginn 31. maí. Hann sigraði bæði í 100 m og 200 m hlaupum og bætti árangur sinn í 200 m hlaupinu, þrátt fyrir nokkurn mótvind. Fleiri Skagfirðingar kepptu á mótinu og stóðu sig vel.
Lesa meira
28.05.2014
Frjálsíþróttakrakkarnir, sem ætla á Gautaborgarleikana í sumar, halda "PIZZUHLAÐBORÐ", fimmtudaginn 29. maí kl. 18-21, til fjáröflunar fyrir ferðina.
Lesa meira
28.05.2014
Lítisháttar hagnaður á deildinni.
Lesa meira
22.05.2014
Bríet var einn af burðarásum í mfl-kvenna í vetur þrátt fyrir ungan aldur.
Lesa meira
20.05.2014
Vormót HSK fór fram á Selfossi laugardaginn 17. maí. Meðal keppenda var Jóhann Björn Sigurbjörnsson úr Tindastól, sem sigraði í 100m og 400m hlaupum og bætti sinn fyrri árangur í báðum greinum.
Lesa meira
20.05.2014
Aðalfundur kkd verður haldin að Víðigrund 5 þriðjudaginn 27. maí kl 20:00. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Áfram Tindastóll.
Lesa meira