Fréttir

Israel Martin næsti þjálfari Tindastóls

Skrifaði I. Martin undir þriggja ára samning við félagið
Lesa meira

M.fl.karla

Tindastóll gerir samstarfssamning við Elche á Spáni. Fjórir leikmenn úr herbúðum Spánska liðsins Elche munu leika með Tindastóli í sumar. Tindastóll sem hefur orðið fyrir nokkurri blóðtöku á síðustu mánuðum hefur samið við Elche á Spáni um lán á leikmönnum í sumar, en liðið leikur í efstu deild þar í landi. Fulltrúi Tindastóls er staddur á Spáni en þar voru samningar undirritaðir í gær. Þessir leikmenn sem um ræðir ættu að styrkja leikmannahóp Tindastóls verulega en allir leikmennirnir koma upp úr miðjum apríl til landsins. Þeir hafa spilað með varaliði félagsins og einnig verið á leikskýrslu hjá félaginu í efstu deild. Leikmennirnir eru Juan Davis og Diego Alejandroo sem eru báðir miðvallarspilarar og svo José Emmanuel og Alex Esteban sem eru hinsvegar sterkir sóknarmenn. Tindastóll mun senda tvo leikmenn erlendis á hverju hausti sem fá að æfa með félaginu en þetta er liður í samstarfi félaganna.
Lesa meira

M.fl.kara

Tindastóll styrkir leikmannahóp sinn fyrir sumarið. Tindastóll er að ganga frá samningum við erlenda leikmenn sum munu leika með liðinu í sumar. Búið er að skoða leikmennina og eru aðeins eftir nokkur smáatriði þannig að hægt verði að loka því dæmi. Leikmennirnir eru væntanlegir til landsins í aprílmánuði.
Lesa meira

M.fl.karla

M.fl. karla lék tvo leiki um helgina, báða á Akureyri. Á laugardag lék liðið við Magna í Lengjubikarnum og á sunnudag við varalið Þórs en sá leikur var æfingaleikur.
Lesa meira

M.fl. kvenna komnar á skrið.

Stelpurnar hófu keppnistímabilið sitt sunnudaginn 23. mars með heimaleik í Boganum á Akureyri við Völsung í deildarbikarkeppni KSÍ. Leikurinn var í jafnvægi fyrstu 10 mínúturnar eða þangað til Guðrún Jenný skoraði fyrsta mark leiksins fyrir okkur.
Lesa meira

Leikir helgarinnar

Þrátt fyrir að meistaraflokkar karla og kvenna séu komnir í sumarfrí eftir frábæra frammistöðu í vetur er tímabilið í yngri flokkunum hvergi nærri búið. Drengjaflokkur, 10.fl.stúlkna og 9.fl.drengja spila öll syðra um helgina og unglingaflokkur á mánudagskvöldið hérna heima.
Lesa meira

M.fl.karla

Í dag yfirgáfu þrír leikmenn lið Tindastóls og fengu félagaskipti yfir í önnur lið. Arnar Sigurðsson gekk í raðir Gróttu. Arnar Magnús Róbertsson gekk í raðir KH og síðast en ekki síst yfirgaf Árni Arnarson félagið en hann gekk til liðs við HK. Að missa Árna er afskaplega þungt högg fyrir okkur enda hefur hann leikið stórt hlutverk í liði okkar undanfarin ár. En þegar leikmaður tekur þá ákvörðun að vilja yfirgefa félagið er lítið sem við getum gert.
Lesa meira

Flöskusöfnun körfuknattleiksdeildar í kvöld

Í kvöld fimmtudagskvöld munu krakkar úr körfuknattleiksdeild Tindastóls ganga um bæinn og safna tómum flöskum. Um er að ræða hluta af fjáröflun körfuknattleiksdeildarinnar sem rekur öflugt yngri flokka starf. Við biðjum bæjarbúa að taka vel á móti krökkunum.
Lesa meira

Pizzuhlaðborð í kvöld

Frjálsíþróttakrakkarnir, sem ætla á Gautaborgarleikana í sumar, halda "PIZZUHLAÐBORÐ" í kvöld, fimmtudaginn 27. mars kl. 18-21, til fjáröflunar fyrir ferðina.
Lesa meira

Sigur og tap um helgina

Unglingaflokkur tapaði fyrir Stjörnunni á laugardag 99-80 en Drengjaflokkur vann Fjölni auðveldlega 122-78.
Lesa meira