Fréttir

Aðalfundur Tindastóls

Aðalfundur Tindastóls verður haldinn 13. mars nk. kl. 20.00 í Húsi Frítímans.
Lesa meira

Stemningin fönguð á Feykir TV

Feykir TV var að sjálfsögðu á staðnum þegar Tindastóll sigraði Snæfell á mánudagskvöldið. Leikurinn var gríðarlega spennandi og skemmtilegur og sýndi hvað í okkar liði býr á góðum degi.
Lesa meira

Tvö mikilvæg stig í hús

Tindastóll atti kappi við Snæfellinga þetta mánudagskvöld í Síkinu á Sauðárkróki, í virkilega mikilvægum leik, sérstaklega fyrir heimamenn sem eru í blóðugri fall/úrslitakeppnisbaráttu. Liðin létu óvenjulegan leiktíma ekki trufla sig mikið nema síður sé, og buðu upp á algjöra eðal skemmtun. Eigilega skandall að áhorfendur hafi bara borgað þúsund kall fyrir miðann.
Lesa meira

MÍ 11-14 ára í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum innanhúss, fyrir 11-14 ára, fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík helgina 23.-24. febrúar. Í skagfirska liðinu voru 23 keppendur, en keppendur voru alls um 380 frá 20 félögum og samböndum.
Lesa meira

2-0 tap gegn Íslandsmeisturum FH

Tindastoll mætti FH á laugardaginn sem leið. FH ingar voru töluvert mikið meira með boltann í leiknum en Tindastólsmenn spiluðu fantafínavörn allann leikinn og gerðu ógnarsterku liði FH mjög erfitt fyrir. Lokatölur leiksins hinsvegar 2-0 fyrir FH og er Tindastóll enn án stigi í A-deild Lengjubikarsins.
Lesa meira

Stórleikur í Síkinu í kvöld

Það er til mikils að vinna fyrir Tindastól í Domino's deildinni í kvöld þegar Snæfellingar koma í heimsókn. Með sigri gæti farið svo að strákarnir lyftu sér upp í 8. sætið, eða síðasta sætið í úrslitakeppninni, þegar aðeins fjórar umferðir væru eftir.
Lesa meira

Aðalfundur knattspyrnudeildarinnar

Lesa meira

Tap í Sláturhúsinu

Tindastólsmenn sóttu ekki gull í greipar þeirra Suðurnesjamanna í Keflavík í kvöld. Eftir ágætan fyrri hálfleik og séns alveg fram í byrjun fjórða leikhluta, datt botninn úr leik okkar manna og þeir töpuðu 98-73.
Lesa meira

Frá aðalfundi

Aðalfundur Frjálsíþróttadeildar Tindastóls var haldinn 21. febrúar. Fram kom að gróska er í starfinu og fjárhagslega stendur deildin vel. Sigurjón Viðar Leifsson var endurkjörinn formaður deildarinnar.
Lesa meira

Domino's deildin af stað aftur eftir bikarhlé

Tindastólsmenn heimsækja Keflvíkinga í Sláturhúsið á föstudag í Domino's deildinni sem nú fer aftur af stað eftir hlé sem var gert vegna bikarúrslitanna. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sport TV og stuðningsmenn ætla að hittast á Mælifelli.
Lesa meira