Fréttir

11. flokkurinn upp í A-riðil á nýjan leik

Strákarnir í 11. flokki undir stjórn Bárðar Eyþórssonar, unnu alla sína leiki í 2. umferð B-riðils Íslandsmótsins, en mótinu var fresta í nóvember vegna veðurs. Strákarnir spiluðu í Smáranum gegn Breiðablik, Fjölni og Hamar/Þór.
Lesa meira

Þriðja Króksamótinu lokið

Króksamót Tindastóls var haldið um helgina í Síkinu. Mótið var það þriðja í röðinni og kennt við lukkudýr körfuknattleiksdeildar, Króksann. Um 120 krakkar tóku þátt í mótinu frá fimm félögum.
Lesa meira

Tap gegn Stjörnunni í Garðabænum

Tindastóll tapaði fyrir Stjörnunni í Garðabænum í gær 101-84 og sitja enn á botni deildarinnar með 4 stig. Strákarnir börðust þó vel og áttu ágæta spretti inn á milli, en Garðbæingar voru einfaldlega of sterkir gegn löskuðu liði okkar manna.
Lesa meira

Útileikur við Stjörnuna á sunnudagskvöld

Tindastólsmenn halda suður á bóginn á sunnudag og heimsækja þar Stjörnumenn í Garðabæ. Leikurinn hefst á hinum klassíska tíma kl. 19.15.
Lesa meira

Körfuboltaskóli eldri krakka fellur niður

Í dag fellur körfuboltaskólinn niður hjá eldri krökkunum kl. 11.50. En yngri krakkarnir mæta eins og venjulega kl. 11.00. Er þetta vegna útileiks meistaraflokksins í kvöld.
Lesa meira

Stórmót í frjálsíþróttum

Keppnistímabilið í frjálsíþróttum innanhúss er nú að byrja fyrir alvöru. MÍ í fjölþrautum fer fram nú um helgina, 12.-13. janúar, og síðan rekur hver stórviðburðurinn annan. Öll stærri mótin fara fram í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal í Reykjavík.
Lesa meira

Leikjaplan Króksamótsins orðið klárt

Nú er búið að raða niður leikjum á Króksamótinu sem haldið verður á laugardaginn. Áætlað er að keppendur verði um 120 talsins frá 5 félögum.
Lesa meira

Komin ný æfingartafla og nýtt viðburðardagatal 2013

Sjá hér vinstra megin undir æfingatafla
Lesa meira

Sannfærandi sigur Skallanna á Sauðárkróki

Skallgrímur tók frumkvæðið strax í fyrsta leikhluta og náðu góðri forystu sem þeir létu aldrei af hendi og sigldu að lokum öruggum sigri heim í Borgarfjörðinn, lokatölur urðu 72 – 85.
Lesa meira

Tindastóll - Skallagrímur loksins!

Frestaður leikur Tindastóls og Skallagríms í Domino's deildinni verður leikinn á morgun fimmtudag í Síkinu. Leikurinn átti að fara fram í nóvember en var frestað vegna veðurs.
Lesa meira