Fréttir

17. Stórmót ÍR

Helgina 26. - 27. janúar verður „17. Stórmót ÍR“ haldið í Laugardalshöllinni. Mótið hefur fest sig í sessi sem fjölmennasta frjálsíþróttamót landsins og eru skráðir keppendur nú 751. Skagfirðingar sem keppa á mótinu eru 24 talsins.
Lesa meira

10. drengja og drengjaflokkur úr leik í bikarnum

Bæði 10. flokkur drengja og drengjaflokkur eru úr leik í Bikarkeppni KKÍ. 10. flokkur tapaði hér heima gegn KR og Hamar/Þór lagði drengjaflokkinn fyrir sunnan.
Lesa meira

Edvard Börkur kominn aftur í Tindastól

Tindastóll hefur fengið besta leikmann síðasta tímabils aftur í sínar raðir. Strax eftir síðasta leik í fyrra fólust Valsmenn eftir kröftum hans, og skipti hann yfir í sitt uppeldisfélag. Eddi hefur hinsvegar ákveðið að flytja búferlum alfarið norður á Sauðárkrók og gengið var frá lánssamningi við Edda út tímabilið. Þetta er gríðarlega mikill styrkur fyrir okkur og bjóðum við strákinn hjartanlega velkominn norður í sæluna.
Lesa meira

Bikarleikir í dag og á morgun

Í kvöld verður bikarleikur hér heima þegar KR-ingar koma í heimsókn í 10. flokki drengja. Á morgun heldur svo drengjaflokkurinn til Þorlákshafnar og spilar þar við Þór/Hamar.
Lesa meira

Magnaður sigur á KR-ingum í kvöld

Tindastóll sótti sér frekar óvænt stig í Síkinu í kvöld gegn heitasta liði deildarinnar KR. Eftir mikla baráttu, góðar varnir beggja liða og æsispennandi lokamínútur, lönduðu heimamenn sanngjörnum sigri 72-67.
Lesa meira

Foreldrafundir knattspyrnudeildarinnar

Undanfarin kvöld hafa verið fundir með foreldrum knattspyrnuiðkenda. Á þessum fundum hafa foreldraráð verið skipuð og ýmislegt rætt sem viðkemur fótboltanum. Í kvöld eru fundir með foreldrum krakka í 4. og 3. flokki en sökum landsleiks í handbolta þá hefur verið ákveðið að breyta fundartímunum sem hér segir:
Lesa meira

KR-ingar í heimsókn í Síkið á fimmtudagskvöld

KR-ingar mæta í Síkið á fimmtudag í 13. umferð Domino's deildarinnar. KR-ingar eru með 16 stig og eru heitasta liðið í dag, hafa unnið fjóra leiki í röð. Á meðan sitja okkar menn sem fastast á botninum, með 4 stig.
Lesa meira

Ben Everson skrifar undir hjá York City

Ben Everson sem spilaði með okkur síðasta sumar er gengin til liðs við York City. York City spilar í League Two, sem er fjórða efsta deild á Englandi. Ben er búinn að vera á "Trial" hjá York í 3-4 vikur og leyst stjóra liðsins vel á Ben og samdi við hann til loka leiktíðar. York er í 15.sæti deildarinnar með 35.stig. Knattspyrnudeildin óskar Ben til hamingju með samningin.
Lesa meira

Ísabella að gera það gott ytra

Ísabella Guðmundsdóttir, leikmaður Tindastóls í körfuknattleik, stundar nú nám og körfuknattleik í Riverwiew High School í Pennsylvaniu. Núna í vikunni birtist viðtal við Ísabellu sem gaman er að lesa.
Lesa meira

ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2012

Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2012 eftir Víði Sigurðsson en þetta er 32. árið í röð sem árbók knattspyrnunnar á Íslandi kemur út. Bókin er 256 blaðsíður og þar af 112 síður í lit. Hún er prýdd um 370 myndum, m.a. liðsmyndum af sigurvegurum í öllum flokkum á Íslandsmótinu.
Lesa meira