18.04.2013
Haukarnir hafa tilkynnt að þeir sjái sér ekki fært að klára Íslandsmótið í unglingaflokki karla og gefa því leikinn við Tindastól í kvöld.
Lesa meira
18.04.2013
Yngri flokkar Tindastóls rokka feitt þessa dagana og í kvöld tekur unglingaflokkur karla á móti Haukum í frestuðum leik frá því fyrr í vetur. Strákarnir hafa þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins, en með sigri ná þeir 2. sæti í sínum riðli, sem gefur heimavallarrétt í 8-liða úrslitunum.
Lesa meira
17.04.2013
Frjálsíþróttasambandið hefur birt lista yfir þau sem skipa „Afrekshóp FRÍ 15-22 ára 2013“. Alls er 21 einstaklingur í hópnum, meðal þeirra er Jóhann Björn Sigurbjörnsson Tindastól, sem valinn er vegna afreka sinna í 100m og 200m hlaupum. Unnið er að gerð lágmarka fyrir „Úrvalshóp unglinga FRÍ“ og verður listi yfir hópinn birtur fljótlega.
Lesa meira
17.04.2013
Drengjaflokkurinn er fjórða liðið hjá Tindastóli sem tryggir sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins, en strákarnir tóku Grindvíkinga í kennslustund í Síkinu í gær.
Lesa meira
15.04.2013
Strákarnir í drengjaflokki hafa tryggt sér annað sætið í sínum riðli Íslandsmótsins og eru því komnir í 8-liða úrslitin. Þau hefjast strax á morgun þriðjudag, þegar Grindvíkingar koma í heimsókn.
Lesa meira
15.04.2013
Hið árlega minniboltamót Þórsara, Kjarnafæðismótið, verður haldið í Síðuskóla á Akureyri, á kosningadaginn sjálfan, þann 27. apríl. Tindastóll stefnir á þátttöku nokkurra liða á mótinu, en gjaldgengir eru krakkar frá 6. bekk og niður.
Lesa meira
11.04.2013
UFA heldur Aprílmót í frjálsíþróttum í Boganum á Akureyri laugardaginn 13. apríl frá kl. 10:45-16:00. Keppt verður í öllum aldursflokkum frá 9 ára og yngri, upp í karla- og kvennaflokk.
Lesa meira
11.04.2013
Nú er heldur betur farið að síga á seinni hlutann í Íslandsmóti yngri flokka. Um helgina eru það 10. flokkur stúlkna og 9. flokkur drengja sem loka fjölliðamótum þessa tímabils og drengjaflokkur spilar tvo heimaleiki í Síkinu.
Lesa meira
11.04.2013
9. flokkur stúlkna tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með því að ná 3. sætinu í síðasta A-riðliðsmótinu um helgina. Drengjaflokkurinn vann báða sína leiki um helgina og unglingaflokkur karla sinn leik. 10. drengja og 7. drengja stóðu sig ágætlega í sínum mótum.
Lesa meira
08.04.2013
Vegna veikinda, fellur morgunæfingin í fyrramálið, þriðjudag niður.
Lesa meira