Fréttir

Körfuknattleiksþing haldið um næstu helgi

Körfuknattleiksþing verður haldið í Íþróttamiðstöðinni Laugardal um næstu helgi. Fyrir þinginu liggja nokkrar stórar tillögur, þó sínu stærst tillaga frá Fjölni og Njarðví, um að í úrvalsdeild karla skuli fjórir íslenskir ríkisborgarar vera á vellinum í einu, í stað þriggja eins og nú er.
Lesa meira

Flöskusöfnun á mánudag

Yngri flokkar körfuknattleiksdeildar Tindastóls munu á mánudag, ganga í hús í bænum og safna flöskum til styrktar starfinu. Eru bæjarbúar beðnir um að taka vel á móti krökkunum.
Lesa meira

Silfurdrengirnir komnir heim eftir Greifamótið

4.flokkur karla tapaði úrslitaleik Greifamóts KA naumlega, en frammistaða drengjana var til fyrirmyndar. Tindastóll sendi til leiks eitt lið á Greifamóti - KA um helgina. Mótið er fyrir stráka í 4.flokku en það eru strákar fæddir 1999 og 2000 en yngri árgangurinn er að spila í fyrsta sinn á stórum velli......
Lesa meira

Bjarki Már gerist kartöflubóndi

Varnarjaxlinn og grunnskólakennarinn Bjarki Már Árnason sem hefur leikið með liði Tindastóls undanfarin ár og liði Drangeyjar í fyrra hefur skipt yfir í Magna frá Grenivík sem leikur í 3.deild.
Lesa meira

Fjögurra stiga leikur á fimmtudagskvöld

Það er skammt stórra högga á milli hjá strákunum í meistaraflokknum þessa dagana. Yfir stendur hatrömm barátta um síðasta lausa sætið í úrslitakeppninni og til að halda þeirri baráttu lifandi, verða strákarnir að leggja Njarðvíkinga að velli á fimmtudagskvöld. Kl. 16 fimmtudag spila þessi lið í undanúrslitum Bikarkeppni 11. flokks drengja og eftir meistaraflokksleikinn er komið að leik liðanna í unglingaflokki karla.
Lesa meira

Konukvöld til styrktar körfuknattleiksdeildinni á laugardaginn

Hið árlega konukvöld til stryktar körfuknattleiksdeildinni verður haldið á laugardaginn kemur á Mælifelli. Þessi viðburður hefur verið afar vel sóttur og mikið stuð, auk þess að skila drjúgum tekjum í sjóði körfuknattleiksdeildar.
Lesa meira

Guðlaug Rún í U-16 ára landsliðið

Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir hefur verið valin í U-16 ára landslið stúlkna sem tekur þátt í Norðurlandamótinu í Solna í Sviþjóð í maí n.k.
Lesa meira

Morgunæfing fellur niður í fyrramálið

Vegna leiðinda veðurspár, fellur morgunæfing niður í fyrramálið, þriðjudagsmorgun.
Lesa meira

Síðasta búningapöntunin framundan

Síðasta búningapöntun keppnistímabilsins er framundan og þurfa allir sem ætla að panta sér búning að þessu sinni, að gera það eigi síðar en 5. mars.
Lesa meira

Útileikur í Þorlákshöfn í KVÖLD!!

Meistaraflokkurinn heldur suður yfir heiðar í dag og etur kappi við Þórsara í Þorlákshöfn kl. 19.15. Strákarnir sýndu það gegn Snæfelli á mánudaginn að á góðum degi geta þeir lagt hvaða lið sem er. Leikurinn verður sýndur á Sport TV og ætla stuðningsmenn að hittast á Mælifelli.
Lesa meira