11.02.2013
M.fl kvenna mætir Völsung í 2.umferð Borgunarbikarsins. Spilað verður á Sauðárkróksvelli 28.maí.
M.fl karla drógust gegn Dalvík/Reyni eða Hömrunum í 2.umferð bikarsins. Leikurinn verður spilaður á útivelli þrettánda eða fjórtánda Maí. Það má minnast þess að Tindastóll féll einmitt útúr bikarnum í fyrra gegn Dalvík/Reyni.
Lesa meira
11.02.2013
Tindastóll sótti Skallagrímsmenn heim í Fjósið í gærkvöldi í afar mikilvægum leik í Domino's deildinni. Strákarnir unnu mjög sannfærandi sigur 63-77 og geta þakkað sterkum varnarleik fyrir hvernig fór.
Lesa meira
10.02.2013
Christopher Tsonis og Ruben Resendes hafa samið við Tindastól fyrir næsta tímabil. Chris er framherji en Ruben miðjumaður. Við bjóðum þessa drengi velkomna í Tindastól og á Sauðárkrók næsta sumar.
Lesa meira
10.02.2013
Leikur Skallagríms og Tindastóls hefst eftir nokkrar mínútur. Hann verður sýndur í beinni útsendingu á Sport TV og á breiðtjaldi á Mælifelli, þar sem körfuknattleiksdeildin fær 25% af veitingasölu.
Lesa meira
08.02.2013
Sannkallaður fjögurra stiga leikur var háður í Skagafirðinum í kvöld þegar úrvalslið Grafarvogs mætti í heimsókn í Síkið á Sauðárkróki. Fyrir leikinn var Tindastóll á botni deildarinnar með sex stig en Fjölnir ekki langt á undan með átta stig. Húfið var því mikið í kvöld og þá sérstaklega fyrir Tindastólsstrákana sem máttu algjörlega engan veginn við því að tapa þessum leik.
Lesa meira
08.02.2013
Tískuhúsið á Sauðárkróki hefur tekið að sér umboðssölu á keppnisbúningum UMSS í frjálsíþróttum. Nánari upplýsingar....
Lesa meira
07.02.2013
Sunddeild Tindastóls er með 14.keppendur á mótinu ásamt foreldrum og þjáfara.
Lesa meira
07.02.2013
Þrír strákar eru búnir að fá leikheimild með Tindastól fyrir næsta sumar. Guðni er búinn að skipta yfir í Tindastól frá Drangey og það sama má segja um Kára Eiríkis. Tindastóll er einnig búnir að fá Sigurð Hrannar Björnsson yfir til sín en hann var leikmaður Fram á síðustu leiktíð. Við bjóðum þessa stráka velkomna í hópinn.
Lesa meira
07.02.2013
Það er í mörg horn að líta í körfuboltanum um helgina. Fjörið hefst á föstudagskvöldið þegar Fjölnismenn koma í heimsókn í Domino's deildinni en um helgina verða svo yngri flokkarnir á ferð og flugi, þar af einn hér á heimavelli.
Lesa meira
06.02.2013
"Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls harmar þær umræður sem orðið hafa um ungan og efnilegan leikmann sem Tindastóll fékk í sínar raðir fyrir tímabilið, Sigtryggs Arnars Björnssonar, og nýleg samskipti stjórnar og þjálfara við hann. Sú krafa sem gerð er til liðs í efstu deild í hópíþrótt leiðir vissulega til þess að gerðar eru ríkar kröfur til leikmanna og krefst þess að gott traust sé á milli leikmanna, þjálfara og stjórnar. Það er því ekki óalgengt að einhver málefni komi upp sem talið er þörf á að taka á í samskiptum við leikmenn, en jafnframt leiðinlegt þegar umræða verður hávær og óvægin án allra upplýsinga um málið. Ekki er ætlunin að tíunda þau atriði sem urðu þess valdandi að ákveðinn brestur kom í samstarf félagsins og Sigtryggs Arnars, en eftir skoðun á málavöxtum hefur náðst full sátt og ekki um nein óleyst mál að ræða milli félagsins og hans.“
Lesa meira