Fréttir

MÍ 11-14 ára í frjálsíþróttum

Meistaramót Íslands í frjálsíþróttum, fyrir 11 – 14 ára, fór fram í Hafnarfirði helgina 22. – 23. júní. Frá UMSS voru 6 keppendur, sem stóðu sig mjög vel, og unnu þrenn verðlaun á mótinu.
Lesa meira

Sanngjarn sigur á Haukum 2-1

Tindastólsstelpur spiluðu við Fram á heimavelli og mættu svo Haukum á útivelli. Næsti leikur er á móti Álftanesi miðvikudaginn 26. júní kl. 19:00 á Sauðárkróksvelli.
Lesa meira

Landsbankamótsfundur

Boðuð eru: Aðalstjórn knattspyrnudeildar, Barna- og unglingaráð, foreldraráð, fulltrúar m.fl. ráða karla og kvenna.
Lesa meira

Strákarnir dottnir úr bikarnum - Næsti leikur á morgun gegn KF

Strákarni duttu úr bikarnum á miðvikudaginn með 2-1 tapi gegn Reykjavíkur Víkingum. Næsti leikur er á morgun gegn nágrönnum okkar í Fjallabyggð. Leikurinn verður spilaður á Ólafsfjarðarvelli og hefst leikurinn kl:14:00. Mætum og styðjum strákana til sigur.
Lesa meira

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ

Eins og undanfarin ár rekur UMFÍ frjálsíþróttaskóla á nokkrum stöðum á landinu í sumar í samstarfi við FRÍ. Skólinn, sem ætlaður er ungmennum á aldrinum 11 – 18 ára, verður starfræktur á Sauðárkróki, Laugum í Reykjadal, Egilsstöðum, Borgarnesi og Selfossi á mismunandi tímum í sumar.
Lesa meira

Spilað á Blönduósi

Annar "heimaleikur" tímabilsins fer fram á Blönduósi á föstudaginn. En fyrsti heimaleikurinn fór fram í Boganum. Mikilvægur leikur framundan hjá strákunum í M.fl karla gegn Fjölni og hvetjum við alla til þess að rúlla yfir fjallið og hvetja strákana áfram. Leikurinn hefst kl:19:15 á föstudaginn
Lesa meira

3. LM UMFÍ 50+ í Vík

"3. Landsmót UMFÍ 50+" verður haldið í Vík í Mýrdal dagana 7.-9. júní í umsjá USVS. Keppt verður í fjölmörgum greinum íþrótta og ýmislegt fleira verður til skemmtunar. Frjálsíþróttakeppnin verður kl. 14-18 á laugardag, og kl. 10-13 á sunnudag.
Lesa meira

Héraðsmót UMSS 17.júní 2013

Keppt verður í eftirfarandi greinum bæði í kvenna- og karlaflokki, : opnir flokkar og boðsundi. Síðasti skráningardagur er til miðnættis 14. Júní: sund@tindastoll.is Þarf að koma kt og nöfn og hvað liðið heitir einnig einstaklingsgreinar. Stjórn sunddeildar er komin með kvenna sveit skorum á aðrar deildir og Fyrirtæki að taka þátt.
Lesa meira

Svekkjandi jafntefli í Ólafsvík

Það var 7 stiga hiti og norðaustan gola þegar leikur Tindastóls og Víkings Ólafsvík byrjaði, völlurinn grænn, fagur og blautur, fótbolta aðstæður mjög góðar. Byrjunarlið Tindastóls: Bryndís Rut (M), Sunna Björk (F), Guðrún Jenný, Snæbjört, Ólína Sif, Guðný Þóra, Carolyn Polcari, Rakel Svala, Svava Rún, Leslie Briggs og Rakel Hinriks.
Lesa meira

Tap gegn Grindavík

Tindastóll tapaði sínum fyrsta leik í 1.deildinni í ár þegar Grindvíkingar unnu full stóran sigur 4-1. Atli Arnarson skoraði mark okkar manna en það dugði ekki því Grindvíkingar settu fjögur á okkur.
Lesa meira