29.10.2015
Hann var þunnur þrettándinn hjá Stólunum í kvöld þegar Haukar mættu í Síkið. Þrátt fyrir gjörsamlega hörmulegar fyrstu 15 mínútur leiksins þá tókst Tindastólsmönnum að vinna sig inn í leikinn með góðri baráttu. Það dugði þó ekki til þar sem of margir leikmanna Stólanna áttu slæman dag í sókninni og það voru því gestirnir sem unnu sanngjarnan sigur að þessu sinni, lokatölur 64-72.
Lesa meira
18.10.2015
Kanalausar körfuknattleikskempur Tindastóls tóku á móti KR-bönunum í Stjörnunni í 2. umferð Dominos-deildarinnar í kvöld. Úr varð hörkuleikur þar sem hart var barist en það voru heimamenn sem náðu undirtökunum strax í byrjun og héldu Garðbæingum fyrir aftan sig allt til enda. Lokatölur urðu 79-68 fyrir Tindastól og að sjálfsögðu var hörkustemning og góð mæting í Síkinu.
Lesa meira
27.07.2015
Pétur Rúnar, Viðar og Linda Þórdís hafa verið fulltrúar yngri landsliða Íslands í sumar.
Lesa meira
27.05.2015
Stjórn kkd lýsir yfir mikilli ánægju með að hafa Ingva Rafn áfram innanborðs í baráttunni sem framundan er í vetur.
Lesa meira
27.05.2015
Lewis fór á kostum á síðasta leiktímabili og var m.a. valinn í úrvalslið Dominos deildarinnar öll þrjú skiptin sem valið fór fram í vetur.
Lesa meira
14.05.2015
Lokahóf meistaraflokka Tindastóls, unglinga-, drengja- og stúlknaflokks var haldið í gærkvöldi. Um 70 manns mættu á hófið þar sem reiddur var fram matur og iðkendur lögðu fram skemmtiatriði. Var þetta hin fínasta skemmtun en hápunktur kvöldsins var að sjálfsögðu þegar kom að verðlaunaafhendingum.
Eftirtaldir fengu verðlaun:
Lesa meira
13.05.2015
Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Pieti Poikola um að taka við þjálfun meistaraflokks Tindastóls fyrir næsta tímabil. Pieti, sem er margverðlaunaður þjálfari frá Finnlandi, þjálfar einnig danska landsliðið og óhætt að fullyrða að Tindastólsmenn hafi heldur betur gert vel í því að krækja í einn áhugaverðasta þjálfara Evrópu um þessar mundir.
Lesa meira
11.05.2015
Miðvikudagskvöldið 13. maí verður lokahóf Körfuknattleiksdeildar Tindastóls haldið í neðri salnum á Kaffi Krók.
Húsið opnar kl: 19.30 og dagskrá hefst kl: 20.00. Veittar verða ýmsar viðurkenningar í meistaraflokki karla og kvenna, unglingaflokki, drengjaflokki og stúlknaflokki.
Við hvetjum stuðningsmenn til að fjölmenna á hófið og fagna glæsilegum árangri með okkur en miðinn kostar aðeins 2.500 krónur og er matur innifalinn í því verði.
Þegar okkar dagskrá er lokið er tilvalið að skella sér í efri salinn og hlusta á ljúfa tóna hjá Sigvalda.
Skráning á lokahófið fer fram á netfanginu olibstef@gmail.com.
Vonumst til að sjá sem flesta,
stjórn kkd. Tindastóls
Lesa meira
29.04.2015
Það fór svo að lokum að lið KR reyndist of sterkt fyrir Tindastólsmenn í kvöld þegar fjórði leikur liðanna fór fram í Síkinu á Króknum. Titillinn fór því annað árið í röð í Vesturbæinn og KR-ingar verðugir meistarar. Þeir fengu hins vegar ekkert ókeypis í kvöld og Stólarnir börðust eins og ljón allan tímann. Síðustu mínúturnar voru hins vegar gestanna og þeir sigruðu 81-88.
Lesa meira