Lokahóf körfuknattleiksdeildarinnar

Lokahóf meistaraflokka Tindastóls, unglinga-, drengja- og stúlknaflokks var haldið í gærkvöldi. Um 70 manns mættu á hófið þar sem reiddur var fram matur og iðkendur lögðu fram skemmtiatriði. Var þetta hin fínasta skemmtun en hápunktur kvöldsins var að sjálfsögðu þegar kom að verðlaunaafhendingum. 
Eftirtaldir fengu verðlaun:
Stúlknaflokkur:
Besta ástundun - Bríet Lilja Sigurðardóttir
Mestu framfarir - Hafdís Lind Sigurjónsdóttir
Leikmaður ársins - Bríet Lilja Sigurðardóttir

Drengjaflokkur:
Besta ástundun - Hlynur Freyr Einarsson
Mestu framfarir - Pálmi Þórsson
Leikmaður ársins - Hannes Ingi Másson

Unglingaflokkur:
Besta ástundun - Sigurður Páll Stefánsson
Mestu framfarir - Páll Bárðarson
Leikmaður ársins - Viðar Ágústsson

Meistaraflokkur kvenna:
Stigahæst - Bríet Lilja Sigurðardóttir
Besti varnarmaðurinn - Bríet Lilja Sigurðardóttir
Besta ástundun - Helena Þórdís Svavarsdóttir
Mestu framfarir - Sunna Þórarinsdóttir
Efnilegust - Linda Þórdís Róbertsdóttir
Besti leikmaðurinn (kosinn af leikmönnum) - Bríet Lilja Sigurðardóttir

Meistaraflokkur karla:
Stigahæstur - Darrel Lewis 
Besti varnarmaðurinn - Helgi Rafn Viggósson
Besta ástundun - Ingvi Rafn Ingvarsson
Mestu framfarir - Viðar Ágústsson
Efnilegastur - Pétur Rúnar Birgisson
Bestu leikmaðurinn (kosinn af leikmönnum) - Pétur Rúnar Birgisson

Svavari Birgissyni var afhentur bikar sem stigahæsta leikmanns félagsins frá upphafi í efstu deild og úrslitakeppni 3378 stig. Svavar lyfti bikarnum og skoðaði hann en skilaði honum svo aftur til formannsins og bað hann um að geyma hann að minnsta kosti í eitt ár í viðbót. Gamli refurinn hefur semsagt ekki sagt sitt síðasta með Tindastól.

Stjórn körfuknattleiksdeildar óskar iðkendum til hamingju með frábært tímabil og þakkar öllum þeim sem lögðu starfinu lið í vetur fyrir þeirra framlag í vetur. Áfram Tindastóll!