Fréttir

Tindastóll-Fjölnir.

Þótt að staða þessara liða sé ólík á töflunni þá eru leikir á milli þessa liða oftast hörku leikir.
Lesa meira

Yngriflokka-helgi

Mikið um að vera hjá yngri flokkum um helgina auk þess sem meistaraflokkur kvenna á leik í Njarðvík.
Lesa meira

Auðveldur sigur Tindastóls gegn ÍR í skemmtilegum leik

ÍR-ingar komu í heimsókn í Síkið í kvöld og léku við lið Tindastóls í Dominos-deildinni. Stólarnir höfðu tapað tveimur leikjum í röð en þeir voru í fantaformi að þessu sinni og gestirnir áttu engan séns. Lokatölur urðu 105-83 og heimamenn enn sem fyrr í öðru sæti deildarinnar.
Lesa meira

Tap í undanúrslitum Powerade-bikarsins gegn KR í Vesturbænum

Fáir voru á ferli á götum Sauðárkróks sl. mánudag og mátti sennilega rekja það til þess að þá fór fram leikur Tindastóls og KR í DHL höllinni í Reykjavík, en hann var sendur út beint á RÚV Sport. Leikurinn var hörkuspennandi frá upphafi til enda og endaði með því að KR tryggði sér sæti í úrslitaleik Powerade-bikarsins með átta stiga sigri, 88-80.
Lesa meira

Tap gegn sprækum Njarðvíkingum í gömlu Ljónagryfjunni

Tindastólsmenn komu niður úr skýjunum eftir sigurinn gegn KR þegar þeir mættu spræku liði Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni suður með sjó í gærkvöldi. Hörmulegur annar leikhluti Stólanna setti þá í bobba en strákarnir náðu að jafna og komast yfir með harðfylgi en Njarðvíkingar náðu í framlengingu og þar höfðu heimamenn betur og sigruðu 107-99.
Lesa meira

Stólarnir lögðu topplið KR í geggjuðum körfuboltaleik í Síkinu

Það var ekkert annað í boði en háspenna lífshætta í Síkinu í kvöld þegar ósigraðir KR-ingar mættu liði Tindastóls. Það var stál í stál allan leikinn og áhorfendur stóðu hreinlega á öndinni síðustu mínúturnar. Það er skemmst frá því að segja að KR-ingar voru ekki lengur ósigraðir þegar leik lauk því Tindastóll hafði betur, 81-78.
Lesa meira

Tindastóll-KR

K-Tak býður stuðningsmönnum liðanna frítt á leikinn.
Lesa meira

Grátlegt tap í leik kvöldsins hjá strákunum

Lokatölur 97-95.
Lesa meira

Leikir helgarinnar

Fjórir leikir í yngri flokkum og Króksamót
Lesa meira

Króksamótið 2015

Upplýsingar um lið, riðla og tímasetningar. Mikilvægt að mæta hálftíma fyrir fyrsta leik til að greiða þátttökugjald og fá Króksabol.
Lesa meira