Pieti og Harri leystir undan samningi

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur staðfest við Feyki að Pieti Poikola þjálfari Tindastóls og Harri Mannonen aðstoðarþjálfari voru leystir undan samningi við Kkd. Tindastóls í morgun og leikmönnum hafa verið kynntar ákvarðanir stjórnar.

Stjórn Kkd. Tindastóls óskar Pieti og Harri alls hins besta í framtíðinni og þakkar þeim störf þeirra fyrir félagið.

Ekki hefur verið gengið frá ráðningu nýs þjálfara.