Landsliðsfólkið okkar

Þó að flestir körfuboltaiðkendur séu í sumarfríi eigum við þrjá fulltrúa sem hafa verið að spila með landsliðunum í sumar. 
Linda Þórdís hélt utan á Norðurlandamót í Solna í Svíþjóð í lok maí og gekk frábærlega þar. Hún var meðal annars valin maður leiksins í einum leik þar sem að þær stöllur lentu í 3. sæti á mótinu. Þá hefur hún æft á fullu í allt sumar og heldur nú á næstu dögum út til Rúmeníu. Hún hélt, ásamt foreldrum sínum, utan um æfingahelgi hérna á Króknum dagana 17.-19.júlí en hefur annars haldið mikið til fyrir sunnan. 
Pétur Rúnar og Viðar fóru út um miðjan júní með U20 ára landsliðinu og stóðu sig með prýði þar sem að þeir komu við sögu í öllum leikjum liðsins. Lið þeirra lenti í 2. sæti á mótinu. 
Þá var Pétur Rúnar að æfa með A-landsliðinu í undirbúningi þess fyrir Smáþjóðaleikana. 
Glæsilegur árangur hjá okkar fólki!