05.03.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Það var boðið upp á hraðan og skemmtilegan leik í Síkinu í kvöld þegar Tindastóll tók á móti sprækum Grindvíkingum. Einhvernveginn tókst gestunum á hanga í Tindastólsmönnum framan af leik og þegar til kom þá voru það Grindvíkingar sem höfðu innanborðs tvo kappa sem hreinlega stálu stigunum með geggjuðum leik, þá Dag Kár og Ólaf Ólafs. Stólarnir hreinlega réðu ekki við þá í kvöld. Lokatölur 98-101.
Lesa meira
03.03.2017
Unglingaflokkarnir og Domino's deildin
Lesa meira
03.03.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastólsmenn heimsóttu Skallagrímspilta í Borgarnesi í gær í 20. umferð Dominos-deildarinnar. Reiknað var með hörkuleik, enda liðin í hörkubaráttu á sitt hvorum enda stigatöflunnar, og stuðningsmenn liðanna voru ekki sviknir. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, Skallarnir yfirleitt með nauma forystu en á lokamínútunum reyndust Stólarnir sterkari og lönduðu góðum sigri í Fjósinu, 81-88.
Lesa meira
01.03.2017
Annað kvöld klukkan 19.15
Lesa meira
24.02.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Tindastóll og Þór Þorlákshöfn mættust í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld í 19. umferð Dominos-deildarinnar í körfubolta. Tindastólsmenn voru með yfirhöndina mest allan leikinn en Þórsarar voru ólseigir og sáu til þess að halda áhorfendum spenntum allt til loka sveiflukennds leiks. Lokatölur voru 83-76 og Tindastóll, Stjarnan og KR öll með 28 stig en Vesturbæingarnir eiga leik til góða.
Lesa meira
20.02.2017
Óli Arnar Brynjarsson
Stjörnumenn fengu á baukinn í Síkinu í kvöld þegar þeir lentu í klónum á baráttuglöðum Tindastólsmönnum í toppslagnum í Dominos-deildinni. Stólarnir náðu yfirhöndinni þegar leið að hálfleik og áttu síðan geggjaðan þriðja leikhluta sem skóp öruggan sigur. Lokatölur voru 92-69 og lið Tindastóls situr nú í öðru sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir KR-ingum.
Lesa meira
20.02.2017
Pétur Rúnar á afmæli og ætlar að fagna því með sigri í kvöld
Lesa meira
17.02.2017
Unglingaflokkarnir keppa...
Lesa meira